Hvað er þjónusta innávið? Öll eru að þjónusta einhvern hvort sem það er hinn eiginlegi viðskiptavinur eða samstarfsaðili sem er að þjónusta viðskiptavininn. Með því að skapa menningu um góða þjónustu frá innsta kjarna fyrirtækisins getum við haft mikil áhrif á útkomuna.​

Lærum að taka væntingasamtalið til að skilja betur þarfir og óskir þeirra sem við erum að þjónusta innávið. Lærum einnig að þora að gera væntingar til þeirra sem þjónusta okkur og látum ekki vinskap eða kósíheit standa í vegi fyrir því að vera ávallt fagleg inn í innsta kjarna. Sú fagmennska og þjónustulund hríslast í gegnum allt fyrirtækið og skín í gegn til viðskiptavinarins. Við erum ekki sterkari en veikasti hlekkurinn. Fagmennska og skýrar væntingar skila aukinni skilvirkni og vellíðan allra.

Fyrir hverja: Stjórnendur og liðsheildir