„Enginn vill láta selja sér en öll vilja kaupa“. Þegar fólk heyrir orðið sala hugsa mörg að nú verði einhverju „prangað inn á þau“. Einstaklingur sem er góður í sölu er einlægur, hjálpsamur ráðgjafi. Söluþjálfun PRO gengur út frá því að hlusta til að greina og skilja þarfir og veruleika viðskiptavinanna og byggja á því: vekja áhuga, stýra væntingum og skapa sameiginlegan ávinning. ​

Dæmi: Að skilja áhyggjur og takast af fagmennsku á við mótbárur viðskiptavina, jafnvel áður en þær koma upp. Að sjá tækifærin til að selja meira og betra með hag viðskiptavinarins að leiðarljósi. ​

Sala byggir á að skapa langtímaviðskiptasamband þar sem því verður við komið ásamt því að skapa velvild og búa til virðisauka fyrir báða aðila. Við sérsníðum lausnir að ólíkum hópum og aðstæðum.​

Fyrir hverja: Stjórnendur og liðsheildir