Mikilvægi funda hefur stöðugt aukist, ekki síst vegna aukinnar teymisvinnu. Á sama tíma kvörtum við flest yfir því að alltof mikið af vinnutíma okkar fari í fundi. Fundir kosta! Ein lauflétt formúla væri að reikna út tímakaup allra fundarmanna ásamt því að taka tillit til verðmætasköpunar þeirra á öðrum vettvangi á sama tíma. Við þurfum að spyrja okkur spurninga eins og; afhverju á ég að vera á þessum fundi? Hver er tilgangur fundarins? Hvert er mitt hlutverk? Skilvirkari fundamenning næst einungis fram með skýrum reglum,​

auknum aga og röggsamri fundarstjórn sem felur m.a. í sér tímastjórnun, skýra dagskrá, að fókusinn sé á málefnum fundarins, skýrar niðurstöður og eftirfylgni. ​

Við höfum sannarlega upplifað aukna skilvirkni með tilkomu rafrænna funda. Á slíkum fundum erum við berskjaldaðri og útilokað er að vera með marga fundi í einu inni á sama fundinum. Óskert athygli beinist því að okkur þegar við tjáum okkur sem krefst þess að við séum ávallt vel undirbúin.

Fyrir hverja: Stjórnendur og liðsheildir