Sáttamiðlun er aðferð til lausnar ágreinings, þar sem tvo eða fleiri aðila greinir á. Með aðstoð óháðs og hlutlauss sáttamiðlara komast aðilar sjálfir að samkomulagi um lausn ágreiningsins sem þeir meta viðunandi fyrir alla aðila. Sáttamiðlunin er unnin með skipulögðu og mótuðu ferli og er samtalið alltaf í trúnaði. ​

Í sáttamiðlun er þess ávallt gætt að öll haldi virðingu sinni þó svo að það þurfi að ræða hlutina hreint og beint. Sáttamiðlarinn er ekki ráðgjafi heldur er hlutverk hans að passa að hlustað sé á alla aðila þannig að þeirra sjónarmið komi fram. ​

Mikil streita og tilfinningaþrungi getur fylgt ósætti og oftast eru aðilar fegnir að losna við þá streitu. Stundum hefur streitan undið uppá sig og deiluefnið jafnvel orðið aukaatriði að einhverju leyti því tilfinningarnar ráða för.

Fyrir hverja: Stjórnendur og liðsheildir