Teymisvinna er sívaxandi hluti af starfsumhverfi okkar þar sem við vinnum með ólíkum einstaklingum og oft og tíðum með fólki sem við þekkjum mis vel. Það reynir því mikið á hæfni okkar í samskiptum og hæfni okkar til að afla góðrar samvinnu. Því fyrr sem við náum að kynnast því auðveldara er að skilja hugmyndir og óskir og jafnframt reyna eftir fremsta megni að setja sig í spor annarra. Mikilvægt er að ná fram ólíkum sjónarmiðum, hvetja til skoðanaskipta án þess að dæma og viðurkenna mistök svo að teymisvinnan skapi aukinn virðisauka ( 1+1 =3).

Fyrir hverja: Stjórnendur og liðsheildir