Hvernig metum við gæði samskipta? Hversu góðir hlustendur erum við? Af hverju löðumst við að fólki sem er leikið í samskiptum? Líklega af því að það veitir okkur vellíðan og við finnum fyrir virðingu og trausti. Í þjálfuninni lærum við lykilþætti sem skipta máli við að hámarka árangur okkar í samskiptum svo sem:​

Listina að loka samskiptalykkjunni​

Að reyna ávallt að setja sig í spor viðmælenda okkar​

Að vekja áhuga​

Að vera trúverðug og byggja upp traust samband ​

Að haga máli okkar eftir því við hvern við tölum svo sem ólíkar kynslóðir og fólk frá ólíkum menningarheimum​

Að skilja hvað það er sem truflar samskipti ​

Að hvetja til og eiga einlæg og skilvirk samskipti ​

Fyrir hverja: Stjórnendur og liðsheildir