Við erum að semja allan liðlangann daginn, við makann, börnin, samstarfsfólk, þjónustuveitendur, við ytri eða innri viðskiptavini og svo auðvitað okkur sjálf. Samningatækni er alls ekki einhver kænskubrögð eins og stundum er látið liggja að. Fagleg og vönduð samningatækni er til þess fallin að skapa ávinning fyrir öll og búa til langtímasamband. Hún byggir á trausti á milli aðila. Oft er talað um að það séu fyrst og fremst tvær ástæður fyrir samningum – það að finna leið til að búa til og viðhalda viðskiptasambandi þar sem báðir hagnast eða til að leysa málefni og stundum ágreining sem stendur í vegi fyrir framþróun. Við skoðum hvaða eiginleikar einkenna góðan viðsemjanda, mikilvægi undirbúnings, mikilvægi þess að horfa á allar hliðar samningalíkansins ásamt því að læra að forðast algeng mistök og pytti. Lagni í samningum er tímasparandi, orkusparandi og veitir okkur augljóslega ánægju og færir okkur ávinning.

Fyrir hverja: Stjórnendur og liðsheildir