Ef engin markmið eru til staðar þá hugsum við ósjálfrátt eingöngu um verkefnið frekar en tilgang þess og árangur. Markmið eru því vörður á tímalínunni okkar. Markmiðin geta mælt bæði afköst og árangur. Dæmi er hversu oft við heyrum í viðskiptavininum sem er mælikvarði á afköst, en hversu góður viðskiptavinur hann er, er mælikvarði um árangur. Markmið skapa væntingar sem eru grunnurinn að árangri, það getur verið auðvelt að setja sér markmið en erfiðara að ná þeim og því mikilvægt að vandað sé til þeirra. SMART markmið hafa reynst mörgum vel þar sem mælikvarðarnir eru nákvæmir og skýrir.
Fyrir hverja: Stjórnendur og liðsheildir