Eitt af mikilvægustu hlutverkum nútíma stjórnenda er að veita sanngjarna og krefjandi þjálfun „coaching“ sem felur í sér að leiðbeina, leiðrétta og taka á mistökum ef svo ber undir. Einn af afar dýrmætum og mikilvægum eiginleikum góðs leiðtoga er að hafa kjark til að gera þetta af festu með virðingu og vinsemd. Það finnst sumum erfitt og finnst freistandi að falla í þá gryfju að vera frekar vinsæll en farsæll stjórnandi. Við lærum að leiðrétta án þess að draga úr frumkvæði og innri hvatningu og lærum að beita aðferðum á þann hátt að fólk vill sjálft leiðrétta hegðun og forðast mistök. Þegar við lærum að veita áhrifaríka leiðbeinandi endurgjöf þá erum við orðinn sá leiðtogi sem nýtur virðingar og trausts með þeim hætti að starfsfólk er tilbúið að fylgja okkur í gegnum erfið og krefjandi breytingaferli. Helgun starfsfólks vex sem og viljinn til að leggja á sig þetta extra, sem leiðir til jákvæðrar menningar og persónulegs vaxtar. Ekki er nóg að hafa kjarkinn til að benda á heldur er nauðsynlegt að vera þjálfarinn „coach“ sem býr til tækifæri til vaxtar. ​

Fyrir hverja: Stjórnendur