Það er krefjandi hlutverk að verða stjórnandi jafningja ekki síst ef þú varst áður einn af hópnum. Það kallar á kjark og þor að taka sér nýja stöðu innan hópsins en geta á sama tíma verið félagi. Við förum í þær áskoranir sem fylgja nýju hlutverki ásamt því að læra aðferðir nútíma stjórnunar.

Skilgreining á hlutverki leiðtogans / stjórnandans ​

Hagnýting jákvæðrar sálfræði í leiðtogahlutverkinu​

Að stjórna með aðferðum markþjálfunar ​

Jafningjastjórnandi sem fyrirmynd​

Styrkleikagreining – þekkjum og eflum eiginleika okkar ​

Að þora að stjórna jafningjum „Dare to lead”​

Að þora að breytast úr jafninga í stjórnanda​

Ábyrgð og yfirfærsla ábyrgðar​

Samskiptahæfni – að ræða mál sem jafningi​

Hvetjandi og leiðbeinandi endurgjöf​

Breytingaferli – upp úr hjólfarinu – tækifæri til vaxtar​

Viðhorfsstjórnun – hugarfar grósku​

Viðmið í lengd þjálfunar er 2 x 4 klst. En hægt að taka á lengri eða skemmri tíma.

Fyrir hverja: Stjórnendur