Það er krefjandi hlutverk að verða stjórnandi jafningja ekki síst ef þú varst áður einn af hópnum. Það kallar á kjark og þor til að taka sér nýja stöðu en geta á sama tíma verið félagi. Við skilgreinum muninn á hlutverki leiðtogans / stjórnandans, förum yfir hvernig hagnýta megi jákvæða sálfræði í leiðtogahlutverkinu ásamt því að stjórna með aðferðum markþjálfunar. Skoðum styrkleika okkar í þetta nýja hlutverk og hvað þarf til að vera góð fyrirmynd. Hvað þarf til að þora að stjórna jafningjum „Dare to lead” og að þora að breytast úr jafningja í stjórnanda. ​

Fyrir hverja: Stjórnendur