Jákvæða sálfræðin hefur sem vísindagrein rannsakað áhrif hróss og hvatningar á einstaklinga og umhverfið. Niðurstöður eru á einn veg – hrós og hvatning hefur gríðarleg áhrif á árangur. Að vinna í umhverfi sem einkennist af jákvæðu andrúmslofti og hvetur alla til að gera sitt besta eykur starfsgleði og eflir sjálfstraust. Það getur verið krefjandi að gefa gott og einlægt hrós sérstaklega í krefjandi aðstæðum og því mikilvægt að þjálfa sig í þeim efnum sem og að kunna að taka við hrósi. Við Íslendingar höfum nú ekki verið sérlega góð í því!