Jákvæða sálfræðin hefur sem vísindagrein rannsakað áhrif hróss og hvatningar á einstaklinga og umhverfið. Niðurstöður eru á einn veg – hrós og hvatning hefur gríðarleg áhrif á árangur. Að vinna í umhverfi sem einkennist af jákvæðu andrúmslofti og hvetur öll til að gera sitt besta, eykur starfsgleði og eflir sjálfstraust. Það getur verið krefjandi að gefa vandað og einlægt hrós, sérstaklega í krefjandi aðstæðum og því mikilvægt að þjálfa sig í þeim efnum. Vandað og innihaldsríkt hrós getur haft mögnuð áhrif á manneskju, jafnvel til umbreytinga og þess vegna er einnig mikilvægt að kunna að taka við hrósi. Það er jafnframt öflugt og dýrmætt fyrir okkur að geta þegið og veitt leiðbeinandi endurgjöf til vaxtar.
Fyrir hverja: Stjórnendur og liðsheildir