Leiðin að hamingju er ferðalagið sjálft, ekki áfangastaðurinn. Hamingja er tilfinning sem þú finnur fyrir þegar þú veist að lífið er gott, hún er tilfinning ánægju og jákvæðni og kallar jafnvel fram bros. Hamingja er samkvæmt jákvæðu sálfræðinni tilfinning um að lífið sé vel þess virði að lifa því. Þegar þér líður vel og þú finnur fyrir stolti, eftirvæntingu og / eða létti og upplifir þig fullnægðan – þá er talað um að vera hamingjusamur. Hamingja er ekki að fá það sem maður vill, hún er að vera ánægður með það sem maður hefur. Að upplifa hamingju hjálpar okkur að slaka á og því minnka streitu. Hamingja getur því verið mælikvarði á hve vel við tökumst á við áskoranir, erfiðleika og sorg.

Fyrir hverja: Stjórnendur og liðsheildir