Jákvæð sálfræði er ný fræðigrein sem beinir sjónum að heilbrigði, hamingju og því sem gerir venjulegt líf innihaldsríkara, frekar en að fást við sjúkdóma og vandamál. Hún leitast við að svara spurningunni hvað gerir lífið þess virði að lifa því. Jákvæð sálfræði rannsakar hamingju og hvað það er sem stuðlar að hamingju. Hvernig við getum kappkostað að eiga innihaldsríkt líf. Jákvæð sálfræði rannsakar samhengi milli hugsana – tilfinninga og hegðunar ásamt því að skoða hvaða áhrif hugarfar okkar hefur á árangur og möguleika okkar til að blómstra. Hún sýnir okkur fram á að seigla sem gerir okkur kleift að sigrast á áskorunum, er eitthvað sem við getum þjálfað upp. Jákvæða sálfræðin leggur áherslu á gildi okkar og eiginleika og hún einblínir á velsæld í starfi og leik. ​