Að fylgja skapalóni, leikreglum eða öðrum viðmiðum sem hjálpa okkur að eiga uppbyggileg og árangursrík samskipti er orðið viðmið hjá mörgum fyrirtækjum. Það að geta ávallt vitað hvort við erum réttu megin við viðmiðið er bæði tímasparandi, orkusparandi og skilar auknu virði fyrir öll. Við erum ólík og höfum ólík viðmið og það sem einum finnst í lagi í samskiptamáta getur verið erfitt fyrir aðra og því skapað mikla vanlíðan og ranga túlkun á því sem er meint. Þetta getur vaxið og leitt af sér mjög neikvætt andrúmsloft sem einkennist af vantrausti og jafnvel ótta. Það er auðvelt að búa til skýran sáttmála – leiðarljós með skýrum viðmiðum um hvað á að gera, hvað má og hvað má ekki, sem tekur á ofangreindu þannig að svigrúm skapast til að „mega“ leiðbeina og hnippa í hvort annað ef við erum að fara út fyrir viðmiðin.
Fyrir hverja: Stjórnendur og liðsheildir