Í upphafi er gerð góð þarfagreining svo unnið sé með „réttar” áskoranir og að öll séu sammála um það sem þarf að gera. Búin eru til sameiginleg markmið, tilgangur og væntingar. Þjálfunin er sérsniðin að hópnum sem og einstaklingsmiðuð. Þjálfunin byggir á aðferðum sem þátttakendur æfa á milli skipta með það að markmiði að þjálfa upp breytta venju – nýja hæfni. Lögð er áhersla á virka þátttöku allra. Hópurinn vinnur raunverkefni eftir því sem kostur er og setur sér markmið og aðgerðaáætlun bæði sem hópur og einstaklingsmiðað. Með þessu er lögð áhersla á að tíminn sem fer í þjálfun nýtist beint inn í starf viðkomandi. Veitt verður innsýn í aðferðafræði markþjálfunar og hagnýtingu jákvæðrar sálfræði eftir því sem við á.
Hvert skipti á námskeiði miðast við 3-4 klst. Lengd þjálfunar stýrir því hve mikið efni verður tekið fyrir og hve djúpt verður farið í hvern þátt. Gott er að miða við að hver efnistök taki um 1 – 2 klst. en geta farið upp í allt að heilan dag sé mikið af verklegri nálgun. Heimaverkefni eru á milli skipta á lengri námskeiðum. Einstaklingsmarkþjálfun í kjölfar námskeiðs eykur enn frekar árangur og hæfni þátttakenda til að nýta þekkinguna.