,,Manage your energy not your time“ – Dickey
Góð orkustjórnun gengur út á að skilja betur vinnulag sitt. Skilja hvenær maður er í ólíkri orku fyrir ólíka hluti. Við skoðum helstu orkugjafa og einnig það sem stelur frá okkur orku. Líkamleg orka eins og hreyfing, næring og svefn skiptir miklu máli. Tilfinningaleg orka snýr að vellíðan og hæfni okkar til að stjórna tilfinningum í krefjandi aðstæðum. Hugræn orka snýst um hæfni til að stjórna streitu – það að komast í flæðiástand (sjá eininguna ,,að vinna í flæði”) Það að finna að það sem maður gerir eða ber ábyrgð á sé mikilvægt en er einnig mjög orkugefandi.
Við erum einstaklingar og því ólík og það tekur mörgum sinnum lengri tíma að gera hlutina þegar maður er ekki í ,,stuði”. Við þekkjum pytt frestunaráráttunnar þegar við komumst ekki í gang og við þekkjum einnig vellíðunartilfinninguna í kjölfar góðra afkasta og vel unnins verks.
Fyrir hverja: Stjórnendur og liðsheildir