Hvað er betra en að hlæja og hafa gaman um leið og unnið er með eflingu liðsheildarinnar?
Hópefli og fjörefli eru árangursríkar leiðir til þess að viðhalda og efla menningu innan liðsheildar, styrkja hópa og efla samvinnu. Við leggjum áherslu á að einstaklingar upplifi sig örugga með samstarfsfélögunum og kynnist þeim betur. Þess er ávalt gætt að hver einstaklingur geti tekið þátt á sinni forsendu því það sem sumum finnst erfitt finnst öðrum auðvelt. Þarfir og tilefnið hverju sinni getur verið ólíkt og mikilvægt er að hugsa um tilganginn og ávinninginn. Við sníðum hópeflið algjörlega að þörfum hópsins hverju sinni.
Hópefli felur í sér að unnið er markvisst með ákveðna þætti í samræmi við markmið fyrirtækisins s.s. eflingu liðsanda, aukna samvinnu, stuðning við breytingar, þróun hugarfars og sköpunargleði. Hjá PRO er öllu hópefli stýrt af faglærðum markþjálfum sem beita ‚team coaching‘ nálgun.
Fjörefli byggir á því að skemmtun, fjör og jákvæðar minningar séu í aðalhlutverki. Hér sameinum við hlátur og gleði t.d. með sérsniðnum fyrirtækjaleikum PRO.