Árshátíðin er einn stærsti viðburður ársins og þar með mikilvæg hópefling til að styðja við fyrirtækjamenninguna.
Árshátíðin er einn stærsti viðburður ársins og þar með mikilvæg hópefling til að styðja við fyrirtækjamenninguna. Við höfum víðtæka reynslu af skipulagningu árshátíða af öllum stærðum og gerðum. Það skiptir miklu máli að vandað sé til verka og sjáum við um allt af fagmennsku frá hinu smæsta til hins stærsta. Stjórnendur og árshátíðanefnd geta því verið áhyggjulaus og notið hátíðarinnar með sínu fólki.
Við erum með úrval af þemum, bæði sígildum og frumlegum sem við útfærum í takt við óskir og í samræmi við menningu í fyrirtækinu. Við fylgjumst vel með nýjungum og nýtum sköpunarkraftinn af ástríðu til þess að árshátíðin slái í gegn. Hluti af galdrinum er að velja listamenn í takt við þemað og aldur gestanna. Að okkar mati þá skiptir miklu máli í aðdraganda árshátíðar að byggja upp stemmningu og eftirvæntingu fyrir þetta stærsta hópefli fyrirtækisins.
Það er hreinn tíma- og kostnaðarsparnaður að útvista vinnu við umfangsmikinn viðburð eins og árshátíð. Við vinnum í samvinnu og umboði undirbúningsnefndar, starfsmenn í henni geta því sinnt sínum daglegu störfum og látið okkur um undirbúninginn og framkvæmdina.