Við hjá Húsasmiðjunni fengum PROevents til þess að hjálpa okkur með árshátíðina okkar. Við gætum ekki verið glaðari með þjónustuna þeirra. Þau eru áreiðanleg, frjó og hugmyndrík, einstaklega þjónustulunduð og mjög sveigjanleg. Vegna stöðunnar á covid komu upp ýmsar áskoranir í undirbúningi og það er óhætt að segja að það er örugglega fátt sem slær þau út af laginu, alltaf hugsað í lausnum og endaútkoman frábær. Takk kærlega fyrir okkur!
Edda Björk Kristjánsdóttir
Mannauðsstjóri Húsasmiðjunnar