Leystu úr læðingi þitt sanna sjálf
Hvað gerist þegar sköpunarkrafturinn er leystur úr læðingi? Fyrirlesturinn fjallar um aðferðir sem efla skapandi hugsun, opna á jákvæðar umbreytingar og menningu byggða á trausti og tækifærum. Við skyggnumst inn í hugarheim leiklistarinnar og kynnumst aðferðum sem miða að því að efla þolgæði, sjálfsvirðingu, aðlögunarhæfni og sköpunargleði. Hvernig leysum við úr læðingi okkar sanna sjálf, opnum á ný tækifæri og nýtum sköpunarmáttinn til aukinnar velgengni og starfsánægju? Hver væri ávinningurinn af því, ef öll á þínum vinnustað nýttu hæfileika sína bara 1% meira eða betur? Fyrirlesturinn gefur innsýn í umbreytandi ferðalag sem opnar á takmarkalausa möguleika til að efla okkar eigin persónulega vöxt og nýta hæfileika okkar til fulls.
Þorsteinn Bachmann er landsþekktur leikari og margverðlaunaður fyrir list sína. Hann hefur fjölbreytta reynslu tengda leiklistinni sem leikari, leikhússtjóri, leiklistarkennari og kvikmyndaframleiðandi svo eitthvað sé nefnt. Einnig hefur Þorsteinn stundað og kennt hláturjóga. Ragnheiður Aradóttir, er sérfræðingur í eflingu mannauðs og hagnýtingu jákvæðrar sálfræði. Hún er eigandi þjálfunarfyrirtækisins PROtraining&coaching sem býður upp á markþjálfun, námskeið, vinnustofur, ráðgjöf og fyrirlestra. Hún hefur um 20 ára reynslu af þjálfun og námskeiðahaldi fyrir fjölda fyrirtækja hérlendis og stórfyrirtæki erlendis. Hún hefur unnið til fjölda verðlauna sem þjálfari á alþjóðavettvangi. Hún er PCC vottaður stjórnenda- og teymismarkþjálfi. Ásamt Jóni Þórðarsyni rekur hún jafnframt viðburðafyrirtækið PROevents og saman búa þau til öfluga viðburði fyrir atvinnulífið.
Erindið er einnig hægt að bóka í formi vinnustofu þar sem kafað er dýpra í efnistökin.