Áhrif húmors

Hvaða áhrif hefur húmor á vinnustaðamenninguna? Hver er virðksauki þess að innleiða meiri húmor í störf okkar og daglegt líf?

Hvað geta stjórnendur gert til að skapa bestu aðstæður fyrir aukinn innblástur, nýsköpun og sterkari liðsheild?

Í þessum fyrirlestri fer Þorsteinn Bachmann leikari yfir ávinning þess að létta andrúmsloftið á vinnustaðnum í gegnum húmor. Helstu tegundir vinnustaðahúmors eru kynntar. Farið er yfir jákvæða og neikvæða notkun húmors; Hvað ber að varast og hvernig við getum markvisst byrjað að vinna með húmorinn á vinnustaðnum okkar á jákvæðan og uppbyggjandi hátt?

Rannsóknir sýna að jákvæð notkun húmors á vinnustað leiðir af sér:
Léttara andrúmsloft
Minna stress
Hraðari tengslamyndun
Betri tilfinningu fyrir að tilheyra á vinnustaðnum
Bætt mat á frammistöðu stjórnenda
Aukna tilfinningu fyrir samheldni
Betri geðheilsu
Bætt samskipti
Minni feimni
Auðveldari úrlausnir vandamála

Fyrirlesturinn er 45 – 60 min . Lengri og styttri útgàfur einnig í boði,

Fyrirlesturinn er einnig í boði á ensku.

Þorsteinn Bachmann er landsþekktur leikari og margverðlaunaður fyrir list sína.

Hann hefur fjölbreytta reynslu tengda leiklistinni sem leikari, leikhússtjóri, leiklistarkennari og kvikmyndaframleiðandi. Þorsteinnn hefur einnig stundað og kennt hlátur-jóga.