Máttur umbreytinga
Þorsteinn Bachmann kynnir nokkur leynileg klækjabrögð úr smiðju leikarans til að efla skapandi hugsun og umbreytingar- og aðlögunarhæfni í leik og starfi. Að skapa eitthvað úr engu. Hvernig karaktersköpun getur nýst í persónulega lífinu og verið dýrmætt verkfæri í vinnunni. Hvernig skapa má andrúmsloft að vild, velja sér tilfinningu að vild og umfram allt annað að hafa gaman að því sem maður gerir.
Þorsteinn Bachmann er landsþekktur leikari og margverðlaunaður fyrir list sína. Hann hefur fjölbreytta reynslu tengda leiklistinni sem leikari, leikhússtjóri, leiklistarkennari og kvikmyndaframleiðandi svo eitthvað sé nefnt. Einnig hefur Þorsteinn stundað og kennt hláturjóga.