Núvitund og vellíðan

Núvitund hefur náð miklum vinsældum í vestrænum löndum undanfarin áratug vegna þess góða ávinnings sem niðurstöður rannsókna sýna og hefur það orðið til þess að mörg fyrirtæki innleiða núvitund inn í starfsemi sína til að bæta árangur og líðan starfsmanna sinna.

Í fyrirlestrinum kynnir Margrét núvitund og ávinning af núvitundariðkun. Þátttakendum verða kynntar einfaldar núvitundaræfingar og boðið að prófa að stunda núvitund.
Margrét tengir núvitund við aðferðir úr jákvæðri sálfræði sem skv. rannsóknum stuðla enn frekar að hamingju og vellíðan.

Um leiðbeinandann:

Margrét Sigurbjörnsdóttir er hugleiðslu og núvitundarkennari, breathwork leader og hefur boðið upp á námskeið, vinnustofur og haldið fyrirlestra um núvitund með tengingu við jákvæða sálfræði fyrir starfsmenn fyrirtækja og almenning.

Hún er viðskiptafræðingur, hefur lokið MA diplóma í jákvæðri sálfræði og hefur unnið í fjármála- og hugbúnaðarfyrirtækjum sl. 25 ár, þar af sem stjórnandi sl. 15 ár.
Margrét hefur sótt fjölmörg námskeið í núvitund og skrifað lokaverkefni um núvitund og leiðtogafærni.

Hún hefur lokið kennsluréttindum og framhaldskennaranámi í hugleiðslu og núvitund frá School of Positive Transformation, Mindfulness-Teacher Training Pathway (MBSR) hjá Bangor University í samstarfi við Núvitundarsetrið, Mindfulness-Based Strengths Practice (MBSP Part I and II) hjá VIA Institute on Character, The Present for Adults & How to deliver hjá Sara Silverton Mindfulness og á árinu 2023 bætti hún við sig kennsluréttindum í Breathwork frá School of Positive Transformation og býður upp á breathwork vinnustofur þar sem hún tengir saman breathwork og núvitund.
Margrét lítur á núvitund og breathwork sem lífstíl og nýtur þess að deila sinni þekkingu með fólki.