Ekki venjulegur fyrirlestur!
Út frá þessu „trendi“ sem hefur verið á Íslandi, með fyrirlestra, þá hef ég búið til grín „concept“ sem tekur um 20-25 mín í flutningi og því tilvalinn til að brjóta upp daginn fyrir fólkið ykkar og senda þau út brosandi út í daginn sinn.
Í stuttu máli þá er þetta þannig að ég er „sérfræðingur“ í að leysa aðra fyrirlesara af, sem voru bókaðir til að fara yfir málefni sem tengjast ykkar bransa. Í staðinn fyrir alvöru sérfræðinginn sem átti að halda þennan fyrirlestur, þá mæti ég frá nýja fyrirtækinu mínu „Ég er þú /hann/ hún í dag ehf“. Þetta er sett upp eins og allt sé að fara úrskeiðis. Efni fyrirlestursins er aðlagað að ykkar fyrirtæki og hóp með framtíðina að leiðarljósi.
Tilgangurinn er að gleðja og þétta hópinn í gegnum hlátur. Ef þið hafið áhuga á að hrista upp í og gleðja starfsfólkið ykkar þá er þetta fyrirlesturinn fyrir ykkur!
Hér koma nokkrar umsagnir frá starfsfólki:
„Maður vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hann byrjaði. Ég var að reyna halda aftur af hlátrinum því maður hélt að honum væri alvara. Þetta var frábær skemmtun og allir hlógu yfir vitleysunni í honum. Það er ótrúlega skemmtilegt að brjóta vinnudaginn upp með þessum hætti. Þetta þjappar hópnum saman og lengir lífið um nokkrar mínútur. Mæli með þessu allan daginn!“
„Flott að enda starfsdag á uppistandi/„fyrirlestri“ frá Jóel. Náði vel til starfsmanna, mikið hlegið og allir skemmtu sér mjög vel.“
„Með því betra sem hefur komið inn á starfsdag hjá okkur“
„Snilldarlega gert. Dró fram alla aula-hrolla sem hægt er að fá á 20 mín.“
„Mikið vitnað til eftir að erindi lauk sem er merki um að fyrirlesturinn sló í gegn“
„Hæ Jóel. Vildi þakka þér fyrir frábæran „fyrirlestur“ í gær. Starfsfólkið er að tala um þetta nú í morgun hvað þetta var skemmtilegt óvænt þar sem þau bjuggust við mjög „þurrum“ fyrirlestur um framtíð menntamála.Takk enn og aftur fyrir. Þú varst FRÁBÆR.
Ps.Þegar ég var að ganga í morgun hundinn þá kom stöku sinnum bros þar sem ég hugsaði til „FUTURE“ „