Betri svefn – Betra líf

Í þessum fyrirlestri er farið yfir mikilvægi svefns fyrir heilsu, líðan og árangur. Fjallað er sérstaklega um áhrif streitu á svefn, farið yfir algeng svefnvandamál og gefin góð ráð fyrir betri nætursvefn. Hægt er að sníða fyrirlesturinn að ákveðnum hópum og hafa áherslur samkvæmt þörfum hópsins, t.d m.t.t vaktavinnu, barna/unglinga, kynjamuns í svefni ofl.

Dr. Erla Björnsdóttir er klínískur sálfræðingur með doktorspróf í líf og læknavísindum. Erla hefur sérhæft sig í greiningu meðferð við svefnleysis og vinnur að rannsóknum á því sviði. Hún hefur birt fjölda greina í erlendum ritrýndum tímaritum og einnig skrifað um svefn á innlendum vettvangi. Erla hefur haldið fjölda fyrlestra og námskeiða og má þar helst nefna fyrirlestra og fræðslu um svefn og svefnvenjur fyrir fyrirtæki og hópa ásamt því að vera með hópnámskeið við svefnleysi. Erla sinnir kennslu og rannsóknum hjá Háskólanum í Reykjavík og er stofnandi og framkvæmdastjóri Betri svefns. Erla gaf nýverið út smáforritið SheSleep sem er fyrsta svefn smáforrit í heiminum sem er sniðið að konum og þeirra þörfum