Hefur þú upplifað loddaralíðan?
Berglind Ósk er tölvunarfræðingur með meistaragráðu í ritlist. Hún vann sem forritari hjá gogoyoko, Plain Vanilla og Kolibri en fyrir nokkrum árum breytti hún um stefnu og fór að starfa sjálfstætt sem notendamiðaður textasmiður. Meðal nýlegra verkefna má nefna Ofbeldisgátt 112.is, Klappir og Hafnarfjarðarbæ.
Berglind Ósk hefur á undanförnum árum haldið vinsæla fyrirlestra um loddaralíðan og árið 2021 gaf hún út ljóðabók sem fjallar um þetta hvimleiða ástand og hvernig sé hægt að komast yfir það. Nýlega gaf hún út sitt fyrsta smásagnasafn, Breytt ástand, og stefnir á að hasla sér frekari völl sem rithöfundur.