„A team is not a group of people that work together. A team is a group of people that trust each other.“ – Sinek 

Teymismarkþjálfun er markþjálfun fyrir hóp af fólki sem myndar eitt teymi. Teymi eru af margvíslegum gerðum og geta verið til lengri eða skemmri tíma.

Dæmi: Eining í fyrirtæki sem á að ljúka ákveðnu verkefni s.s. innleiðingu á nýju kerfi, opnun á nýrri viðskiptaeiningu o.s.frv. Hér er áhersla á að hver liðsmaður sé mikilvægur hlekkur í keðjunni sem hver fyrir sig þarf að efla ólíka hæfni.

Áhersla er á eflingu allra innan teymisins svo að hægt sé að hámarka gæði vinnu og úkomu. Þó áherslan sé á teymið umfram einstaklinginn er markmiðið að laðað fram það besta í hverjum og einum, búin til umgjörð sem hvetur til árangurs svo teymið skili ekki bara virði í takt við stærð þess, heldur virðisauka (1+1=3) og á sama tíma hámarkað ánægju hvers og eins.