fbpx

Við förum bæði óhefðbundnar og hefðbundnar leiðir, allt eftir þörfum og markmiði dagsins

Virði starfsdaga hefur vaxið samhliða áherslu á þátttöku hvers og eins í vegferð fyrirtækisins. Margar og ólíkar leiðir eru mögulegar þegar skipuleggja á árangursríkan starfsdag. Við förum bæði óhefðbundnar og hefðbundnar leiðir, allt eftir þörfum og markmiði dagsins.

Við aðstoðum við mótun skýrra markmiða og sníðum dagskrána svo að dagurinn skili tilsettum árangri og sé í leiðinni stórskemmtilegur.

Við framkvæmum daginn með úrvalsliði fagsfólks úr okkar röðum, enda persónuleg þjónusta ein af okkar lykil áherslum. Eftirfylgni starfsdaga teljum við mjög mikilvæga,  að vinna dagsins hafi skýran tilgang og að fólk sjái árangur af henni í framkvæmd.  Þessi eftirfylgni er að sjálfsögðu í takt við þá afurð sem varð til á deginum og við ráðleggjum með hvaða hætti árangurinn geti orðið sem bestur fyrir viðskiptavininn.