Lífeyrismál og starfslok

Ítarlegur fyrirlestur um allt sem nauðsynlegt er að vita varðandi lífeyrismál og fjármálahlið starfsloka. Farið er yfir flókin kerfi á mannamáli og öðlast þátttakendur betri yfirsýn yfir réttindi sín og þá valkosti sem í boði eru. Meðal þess sem rætt er um:
– Hvenær og hvernig hentar að sækja lífeyrisgreiðslur?
– Hvað með viðbótarlífeyri og tilgreinda séreign?
– Hvernig verða greiðslur og skerðingar almannatrygginga?
– Er skynsamlegt að sækja hálfan lífeyri?
– Hvaða skatta kem ég til með að greiða?
– Þarf ég að gera erfðaskrá og umboð?
– Hvernig deili ég lífeyri með makanum mínum?

Fyrirlesturinn er bæði í boði á íslensku og á ensku.

Björn Berg Gunnarsson er sjálfstæður fyrirlesari og fjármálaráðgjafi. Hann hefur haldið hundruð fyrirlestra og námskeiða um lífeyrismál og er reglulegur álitsgjafi um fjármál og efnahagsmál í fjölmiðlum. Á 17 árum á fjármálamarkaði hefur Björn meðal annars starfað við lífeyris-, sparnaðar- og verðbréfaráðgjöf, jafnframt því sem hann stýrði fræðslustarfi Íslandsbanka í áratug og var deildarstjóri greiningardeildar bankans.