Húmor er dauðans alvara – Hvernig styrkja má sköpunarkraft og liðsanda á vinnustað í gegnum leikgleði og húmor.
Húmor er dauðans alvara – Hvernig styrkja má sköpunarkraft og liðsanda á vinnustað í gegnum leikgleði og húmor.
Í þessum fyrirlestri fer Þorsteinn yfir ávinning þess að létta andrúmsloftið á vinnustaðnum í gegnum húmor. Helstu tegundir húmors eru kynntar, farið yfir jákvæða og neikvæða notkun húmors og hvernig við getum markvisst byrjað að vinna með húmorinn á vinnustaðnum okkar. Í fyrirlestrinum bendir Þorsteinn á einfaldar en öflugar leiðir til að nota húmor, leikgleði og hlátur til að efla traust, samheldni og liðsanda á vinnustaðnum.
Hlátur hefur í för með sér bæði skammtíma- og langtímaáhrif. Helstu rannsóknir í stjórnunarsálfræði sýna fram á að jákvæð notkun húmors á vinnustað leiðir af sér:
Léttara andrúmsloft
Minna stress
Hraðari tengslamyndun
Betri tilfinningu fyrir að tilheyra á vinnustaðnum
Bætt mat á frammistöðu stjórnenda
Aukna tilfinningu fyrir samheldni
Betri geðheilsu
Nánari samskipti
Minni feimni
Auðveldari úrlausnir vandamála
Eftir hverju erum við að bíða? Komum hlátrinum og gleðinnni í gang strax í dag. Með jákvæðri notkun á húmor sköpum við hamingjusamari, samheldnari og árangursríkari liðsheild.
Fyrirlesturinn er 45 – 60 mín