Hvað er teymi?
Hvað felst í að vinna í teymi og hvað þarf til að teymi nái raunverulegum árangri?
Örn Haraldsson er teymisþjálfari og PCC stjórnendamarkþjálfi og ræðir um teymisvinnu út frá eigin reynslu ásamt fræðilegu sjónarhorni. Örn hefur meðal annars lagt ríka áherslu á að vinna markvisst með sálrænt öryggi svo fólk geti mætt með öll sín gæði að borðinu. En þótt sálrænt öryggi sé nauðsynlegt, þá dugar það ekki eitt og sér.
Örn er með fjölþættan bakgrunn, B.Sc. gráðu í tölvunarfræði, frumkvöðlastúss, jógakennari, að ógleymdum kennsluréttindunum. Hann hefur unnið með fjölda fyrirtækja og stofnana í formi teymisþjálfunar, kúltúrmótunar og markþjálfunar. Örn kennir einnig grunn- og framhaldsnám í markþjálfun hjá Profectus.