8848 ástæður fyrir því að gefast upp!
Saga Vilborgar Örnu. Fyrirlesturinn fjallar um ferðalag í átt að markmiði sem reyndist síður en svo auðvelt að ná. Sagan er persónuleg og fjallar um hvernig er hægt að yfirstíga hindranir, halda út í erfiðum aðstæðum, sorgir sem og sigra. Sagan á erindi við alla sem þurfa að takast á við áskoranir, mótlæti eða vilja bæta árangur sinn.
Vilborg á að baki fjöldann allan af leiðöngrum og þegar hún fór ein á Suðurpólinn varð hún jafnramt yngsta konan í heiminum til þess að klára slíkan leiðangur, hún er jafnframt eina konan í heiminum sem hefur farið ein í pólarleiðangur og á 8000m tind.