Skál í 1150 ár! – ásamt fleiri fyrirlestrum

Skál í 1150 ár!

Áfengissaga Íslendinga er skringileg og skemmtileg. Áfengisneysla hefur verið samtvinnuð sögu og menningu þjóðarinnar frá landnámi. Íslandssagan er sögð með drykkjusöguna að leiðarljósi þar sem ýmislegt óvænt kemur í ljós.

The Shockingly short (and outrageous) History of Iceland

Íslandssagan er afgreidd á ensku frá landnámi til okkar tíma á rétt rúmum hálftíma. Erlendir gestir fá söguna alla beint í æð í risaskammti á fyndinn en þó sagnfræðilega kórréttan hátt.

Stóra tæknisögukenningin um næstum allt…

Tæknisaga Íslands á fyrri hluta tuttugustu aldar er heillandi viðfangsefni. Bílar, rafmagn, sími, vatnsveitur og jarðhitanýting… Tæknisagnfræðingurinn Stefán reynir að svara því hvernig tækni flyst frá stórum samfélögum til lítilla.

Stefán Pálsson er sagnfræðingur með ansi vítt áhugasvið. Hann hefur skrifað bækur um allt frá fótbolta, bjór, tækni og vísindi, bókstafinn ð og allt þar á milli, hefur samið efni fyrir sjónvarp og útvarp og stýrt ótal spurningakeppnum, auk þess að vera eftirsóttur leiðsögumaður í sögugöngum víðsvegar í borgarlandinu.