Áhrif tækninýjunga á samfélagsuppbyggingu okkar.
Bergur Ebbi er rithöfundur og fyrirlesari með fjölþættan bakgrunn úr heimi lista og ráðgjafastarfa. Meðal umfjöllunarefna í verkum Bergs Ebba er tæknisaga og áhrif hennar á sjálfsmynd fólks, stjórnmál, valdajafnvægi, breytt heimsmynd, tíska og tíðarandi. Bergur Ebbi er lögfræðingur frá Háskóla Íslands og með MDes gráðu í Strategic Foresight and Innovation frá OCAD Háskólanum í Toronto í Kanada.
Í fyrirlestrum sínum leggur Bergur Ebbi áherslu á málefni tengd tækninýjungum, og áhrifum þeirra á samfélagsuppbyggingu okkar. Hvað verður um störfin og hver mun fara með völdin á tímum falsfrétta, gervigreindar og gegndarlausrar upplýsingasöfnunar?