Forðumst kulnun og eflum árangursríkan og heilbrigðan starfsframa. Það er stutt á milli velgengni í starfi og kulnunar. Þessi fína lína er oft vandséð og því mikilvægt að „gæta að sér”. Þeir sem eru „all inn” í langann tíma án hlés og gæta ekki að því að sinna eigin vellíðan, geta verið að sigla hraðbyri í kulnun sem er ekki það sama og streita. Starfsánægja og helgun í starfi eru mikilvægir mælikvarðar – ekki bara á framlegð starfsmannsins heldur einnig hamingju hans og heilsu.

Hvað er kulnun og hvað er hún ekki? Hvaða leiðir má fara til að forðast kulnun? Hvernig má stjórna streitu og nýta hana til árangurs? Hvað er átt við með hugtakinu að blómstra, úr jákvæðu sálfræðinni? Hvers vegna er „lífsnauðsynlegt” að huga að og rækta eigin velferð „well being” og hvaða leiðir eru færar?

Lærum að skilja eigin ábyrgð – læra að taka stjórn á aðstæðum og að skilja að við höfum alltaf val.

Hvernig má komast úr kulnun í blómstrun? Snúa ósigrum í sigra.

Lengd þjálfunar 3-6 klst. fer eftir hvað við setjum inn mikið verklegt í tímana.