Vinnustaðagrínarinn

Allir elska vinnustaðagrínarann!

Í fyrirlestrinum er lögð áhersla á leiðir til að gera vinnuna skemmtilegri og þjappa fólki saman. Hann er byggður á metsölubókinni Handbók hrekkjalómsins og reynslu höfundar af því að skapa skemmtilegan starfsanda.

Farið er yfir mikilvægar reglur um hvað má og hvað ekki þegar kemur að vinnustaðahrekkjum og tekin skemmtileg dæmi með myndum og sögum.
Jafnvel þótt fyrirlesturinn sé nánast uppistand þá hjálpar hann líka til við að efla starfsanda í jafnt litlum sem stórum fyrirtækjum.

Logi Bergmann Eiðsson er stjórnmálafræðingur sem hefur unnið við fjölmiðla í rúm 30 ár. Lesið fréttir, stjórnað viðtals- og skemmtiþáttum m.a. hjá RÚV og Stöð 2. Hann starfar nú sem útvarps- og sjónvarpsmaður á K100 og Sjónvarpi Símans.