Sýndarferðalag til Ítalíu

Sýndarferðalag til Ítalíu
Er ferðaþráin komin á hættulegt stig? Verður einhver bið á því að þið komist til Ítalíu til að smakka góðan mat, dreypa á góðu víni og drekka í sig menningu og listir?
Komdu með í sýndarferðalag til Garda og Verona með Ágústa Sigrún Ágústsdóttir, fararstjóra.

Ágústa hefur óslökkvandi ástríðu fyrir ferðlögum og hefur sinnt fararstjórn í tæplega 20 ár meðfram öðrum störfum. Hún er með mikið Ítalíu-blæti og deilir í þessari kynningu með ferðlöngum því sem henni finnst áhugaverðast við Verona og svæðið í kringum Gardavatn.

Boðið er upp á 30-60 mínútna sýndarferðlag og upplýsingar um svæðið sem getur nýst ferðalöngum vel í næstu ferð til útlanda.