Endilega sendu okkur línu

„Það virðist ætíð ómögulegt þar til það er gert í fyrsta sinn.“ – Nelson Mandela

Viltu...

 • skýrari framtíðarsýn ?
 • hámarka árangur þinn?
 • meiri sköpunargleði?
 • betra jafnvægi milli vinnu og einkalífs?
 • draga úr streitu?
 • skilvirkari framkvæmd?
 • meira hugrekki og þor?
 • markvissari forgangsröðun?
 • virkja ný tækifæri?
 • leysa úr læðingi hæfileika?
 • aukna hæfni?
 • aukinn drifkraft?
 • aukna velgengni?
 • meiri meðvitund?
 • breyta um stefnu?
 • meiri aga?
 • skýrari fókus?
 • innihaldsríkara líf?

...þá skulum við tala saman.

Viltu...

„Hvort sem þú heldur að þú getir, eða þú heldur að þú getir ekki... þá hefurðu rétt fyrir þér.“ - Henry Ford

Hvađ er markţjálfun?

Markþjálfun  er skipulagt og kerfisbundið samtalsform sem byggir á trúnaðarsambandi milli viðskiptavinar og markþjálfa.  Hún styðst við markvissa viðtalstækni til að auka sjálfsskilning og ábyrgð einstaklinga.  Hún fer fram með reglubundnum samtölum og byggir á hnitmiðuðum og vekjandi spurningum,  viðtölum, verkefnum, prófum, æfingum og fræðslu þar sem viðskiptavinurinn er í brennidepli.

Markþjálfun veitir viðskiptavinum umgjörð, stuðning og endurgjöf til að bæta eigin frammistöðu og er leið til að breyta því sem þú vilt breyta og þannig stuðla að auknum lífsgæðum. 

Markþjálfun er bæði skemmtilegt og krefjandi samtal sem stuðlar að auknum persónulegum þroska og betri árangri í lífi og starfi.

Hvađ er markţjálfun?

"Vertu breytingin sem þú vilt sjá i heiminum" - Mahatma Gandhi

Af hverju ćttir ţú ađ nýta ţér markţjálfun?

 • Hún laðar fram það besta í þér og hjálpar þér að gera þína sýn að veruleika.
 • Hún hjálpar þér að finna leiðina að þeim árangri sem þú vilt ná og heldur þér við efnið.
 • Hún opnar í senn tækifæri til sjálfsskoðunar  og nýrra sóknarfæra í lífi og starfi.  
 • Hún fer fram á þínum forsendum og þjónar þínum viðfangsefnum og vexti.
 • Hún er skemmtilegt, þroskandi og áhrifaríkt ferli.

 

Af hverju ćttir ţú ađ nýta ţér markţjálfun?

"Sá sem kemst lengst er oftast sá sem er tilbúinn til að gera og þora. Öruggur bátur fer aldrei úr höfn" - Dale Carnegie

Hópmarkţjálfun

Hópmarkþjálfun er markþjálfun út frá ákveðnu þema fyrir hóp sem hefur áhuga á sama þema en hefur ekki sama markmið. Dæmi: Hópur stjórnenda sem vill efla sig í leiðtogafærni en hver einstaklingur hefur sitt markmið. Hér eru allir að læra á sínum forsendum en læra einnig af þeim sem eru í hópnum. Auk hefðbundins árangurs skapast og eflist gjarnan liðsheild slíks hóps og eikur því árangur hvers og eins.

Gerð er góð þarfagreining áður en þjálfun hefst svo að tryggt sé að þjálfunin taki á þema og áskorunum hópsins. Lengd þjálfunar getur verið allt frá 2 klst. upp í lengri þjálfun yfir ákveðið tímabil þar sem hópurinn hittist reglulega.

Þemu í hópmarkþjálfun geta verið af ýmsum toga svo sem: 

 • Markmiðasetning
 • Jafningjastjórnun
 • Tímastjórnun
 • Starfsmannasamtöl

Meira
Hópmarkţjálfun

„Allir þínir draumar geta orðið að veruleika ef þú hefur hugrekki til að fylgja þeim.“ – Walt Disney

Liđsheildarmarkţjálfun

Liðsheildarmarkþjálfun er markþjálfun fyrir hóp af fólki sem myndar eitt lið. Liðsheildin hefur sama markmið, dæmi: Eining í fyrirtæki sem á að ljúka ákveðnu verkefni s.s. innleiðingu á nýju kerfi, opnun á nýrri viðskiptaeiningu o.s.frv. Hér er áhersla á að hver liðsmaður sé mikilvægur hlekkur í keðjunni.
Gerð er góð þarfagreining áður en þjálfun hefst svo að tryggt sé að þjálfunin taki á þema og áskorunum liðsheildarinnar. Lengd þjálfunar getur verið allt frá 2 klst. upp í lengri þjálfun yfir ákveðið tímabil þar sem hópurinn hittist reglulega.
Þemu í liðsheildarmarkþjálfun geta verið af ýmsum toga svo sem:
    •    Jákvæð samskipti
    •    Sterkari liðsheild
    •    Að efla traust
    •    Betri þjónusta


Meira
Liđsheildarmarkţjálfun

"Lífið er annaðhvort ögrandi ævintýri eða ekki neitt" - Helen Keller

Markţjálfi

Ragnheiður Aradóttir er stofnandi og eigandi PROcoaching. Hún er PCC vottaður stjórnendamarkþjálfi frá Opna Háskólanum.  Hún markþjálfar fjölda stjórnenda innan lands sem utan og á að baki um 2000 tíma í markþjálfun. Ragnheiður hefur 30 ára reynslu úr viðskiptalífinu sem stjórnendaþjálfari, ráðgjafi, markþjálfi, atvinnurekandi, viðskiptastjóri, verkefnastjóri og sölu- og markaðsstjóri. Hún hefur mikinn metnað fyrir því að hámarka virkni og árangur viðskiptavina sinna á þeirra forsendum. Hennar mottó er því: „Við stjórnum viðhorfi okkar sjálf og getum því alltaf skapað okkur vinningsaðstæður"


Meira
Markţjálfi

"Allir hugsa um að breyta heiminum en enginn hugsar um að breyta sjálfum sér." - Tolstoy

Trúnađur og siđareglur

Markþjálfun hjá Ragnheiði Aradóttur lýtur ströngum siðareglum ICF og er farið eftir þeim í hvívetna. Siðareglur ICF má finna hér.

Markþjálfi og viðskiptavinur munu sameiginlega leita bestu leiða til árangurs fyrir viðskiptavin. Hlutverk markþjálfans er að bera hag viðskiptavinarins fyrir brjósti og starfa af fullum heilindum að því að hann nái markmiðum sínum og fái sem mest út úr samvinnunni.

Fullur trúnaður ríkir á milli markþjálfa og viðskiptavinar innan samningstímans sem utan hans. Allar upplýsingar sem viðskiptavinur deilir með markþjálfa munu hvorki verða nýttar beint eða óbeint af markþjálfa honum í hag né veittar þriðja aðila. Markþjálfinn mun ekki upplýsa um samstarf sitt og viðskiptavinar án samþykkis þess síðarnefnda.

Trúnađur og siđareglur

Eđli samstarfsins

Markþjálfunin er hvorki sálfræðileg ráðgjöf né meðferðarúrræði og er heldur ekki ætluð sem viðskiptaráðgjöf. Finni viðskiptavinurinn þörf fyrir faglega ráðgjöf eða meðferð, er það á ábyrgð hans að leita slíkrar aðstoðar hjá þar til gerðum sérfræðingi. Árangur markþjálfunarinnar er undir viðskiptavini kominn og á hans ábyrgð.

 

Eđli samstarfsins

Ummćli

„Markþjálfunin fyrir stjórnendur okkar hefur skilað sér í auknu sjálfstrausti þeirra til að takast á við ögrandi áskoranir í krefjandi breytingaferli. Hún hefur hjálpað þeim að virkja hópinn sinn og framkvæma á árangursríkan hátt“   


Helgi Bjarnason
framkvæmdastjóri hjá Arion Banka


Helgi Bjarna - međmćli

"Eitt það mikilvægasta við farsælan rekstur er að efla mannauðinn til athafna. Við höfum farið þá leið að styrkja stjórnendur okkar með markþjálfun hjá PROcoaching. Markþjálfunin hjá Ragnheiði hefur skilað okkur öflugri stjórnendum og betri liðsheild sem tekst af fagmennsku á við okkar áskoranir".

Valtýr Guðmundsson
Fyrrverandi forstjóri Okkar Lífs Trygginga

„Ég hef notið þeirra forréttinda að hafa Ragnheiði sem markþjálfa undanfarna mánuði. Hún hefur reynst mér frábærlega, hlustar, skilur áskoranirnar og leiðir mig að lausnunum. Ég mæli hiklaust með Ragnheiði sem markþjálfa".

Hrannar Már Hallkelsson

forstöðumaður hjá Arion Banka


Hrannar Már - međmćli

"Það er jafn mikilvægt fyrir stjórnendur sem vilja ná frábærum árangri eins og fyrir afreksfólk í íþróttum að hafa þjálfara. Markþjálfun er stór þáttur í þróun minni sem stjórnanda. Það skiptir mig miklu máli að hafa markþjálfa sem ég get samsamað mig við og veitir mér endurgjöf sem nýtist mér beint í starfi ".

Einar Birkir Einarsson
framkvæmdastjóri

Ég hef verið svo heppin að hafa Ragnheiði sem markþjálfa í um eitt ár. Hún er einstaklega þægileg, góður hlustandi og hjálpar manni að sjá erfið mál í öðru ljósi, með því að spyrja réttu spurninganna.  Hún er einnig dugleg að hrósa, en það er mikilvægur eiginleiki sem eykur sjálfstraust og gefur aukna orku. Ég get mælt með Ragnheiði sem góðum stjórnenda markþjálfa.

Þórey Jónsdóttir
Mannauðsstjóri Airport Associates

"Dagurinn var í alla staði frábær, Ragga hefur einstakan hæfileika að fá fólk til að hlusta og taka þátt. Hún er fljót að greina hópinn, tengja sig inní hann og setja hlutina í rökrétt samhengi. Húmorinn hennar og glettnin lætur engan ósnortinn en um leið er hún nærgætin og ber augljósa virðingu fyrir áheyrendum og sjónarmiðum þeirra. Ég get hiklaust mælt með Proevents”.

Guðrún Alda Elísdóttir 
Mannauðsstjóri Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands

Háskóli Íslands - Alda

“I met Ragnheidur in a management development training. She is an amazing trainer! Her way of teaching the participants of the training is outstanding and brings out the best in anyone. At any time, I would participate again in a training with Ragnheidur!”

 

Alexander Gawel

Key Account Manager

Arvato Bertelsmann

“Ragnheiður hlustar vel, dregur út lykilorð úr frásögn og sýnir hvernig lausn flóknustu mála blasir við setji maður vangaveltur fram á einfaldan hátt.  Hún setur sig auðveldlega í spor annarra og á auðvelt með að sjá skóginn fyrir trjánum.  Hún ýtir við manni á réttum stöðum og er jafn krefjandi og þörf er á hverju sinni.”

Loftur St. Loftsson
IT Manager - Marel

Marel - Loftur

„Ragnheiður veitti mér gífurlega góðan stuðning þegar mér fannst verkefnin óleysanleg. Með því að spyrja réttu spurninganna varð myndin skýr og gekk upp. Hrós hennar og hvatning drógu fram aukið sjálfstraust og vilja til að ná settu marki. Ég verð henni ævinlega þakklát.“


Guðný Björg Hauksdóttir

framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Alcoa Fjarðaáli


Hrós -Guđný Alcoa

"PROcoaching annaðist markþjálfun fyrir stjórnendur okkar á umbrotatímum í rekstrinum.
Okkur fannst virkilegt gott að fá persónuleg aðstoð og leiðsögn við snúin viðfangsefni.
Með markvissum spurningum og ítarlegum samtölum og reglulegum heimaverkefnum
tókst okkur að vinna okkur í gegnum erfiða tíma".

Örn Viðar Skúlason
eigandi Proact

Proact

"Ragnheiður Aradóttir hefur bæði aðstoðað okkur hér hjá Olís með markþjálfun og eins með liðsheildareflingu smærri hópa.  Hvoru tveggja er gert af mikilli fagmennsku og hugmyndaauðgi. Nú síðast fóru tveir 20 manna hópar í gegnum „léttan“ samhristing sem hún leiddi og var það einróma álit þeirra sem tóku þátt í þessum viðburði að hann hefði skilað hópnum sterkari til baka.  Hún fléttaði saman góð skilaboð og skemmtilega leiki þannig að úr varð hin besta skemmtun ekki síður en góð fræðsla".

Ragnheiður Björk Guðmundsdóttir
Starfsmannastjóri Olís

Olís ummćli nóv. 2016-Ragnheiđur

„Að fá markþjálfun er eins og að fá einkaþjálfara í ræktinni! Maður pikkar út nákvæmlega það sem maður sjálfur vill vinna með og fær aðstoð við það. Þetta er punkturinn yfir i-ð." Hafdís Hansdóttir   
Forstöðumaður hjá Arion Banka


Hafdís Hansdóttir - međmćli

„Að fá markþjálfun skapar öryggi í ákvarðanatöku. Einnig fannst mér mikill stuðningur í að hafa markþjálfa sem knýr fram svör og ég komst ekki upp með annað en að nýta þjálfunina til fulls“ 


Ásgerður H. Sveinsdóttir  
Stjórnandi hjá Arion Banka


Ásgerđur - međmćli

"Stjórnendamarkþjálfun PROcoaching var góð blanda af fræðilegum pælingum og sjálfstrausts þjálfun fyrir unga stjórnendur. Hressileg og kröfuhörð nálgun Ragnheiðar var uppbyggileg og árangursrík”

Ingibjörg Sverrisdóttir
Rekstrarstjóri ZARA á Íslandi

Zara - ummćli