Endilega sendu okkur línu

Það er okkar fag að veita þér þetta „Extra - krydd“ sem gerir gæfumuninn í þínum viðburði!

Tímamót

Mikilvæg tímamót lifa með okkur, jafnvel alla ævi. Það skiptir okkur öllu máli að ykkar tímamót verði svo jákvæð og ánægjuleg upplifun að bara það eitt að hugsa um þau dragi fram bros. Hver eru þín tímamót? Afmæli, brúðkaup, áfangasigrar, stofnun fyrirtækis, opnanir, hátíð, vígslur…

Við leysum málið með þér af einlægum áhuga og metnaði.

 

 

 

Fagmennska, metnaður, frumleiki og persónuleg þjónusta.

Árshátíđ

Árshátíðin er einn stærsti viðburður ársins í hverju fyrirtæki. Það skiptir miklu máli að vandað sé til verka því allir hafa skoðun á því hvernig hún er framkvæmd. Okkar fólk hefur víðtæka reynslu í skipulagningu árshátíða af öllum stærðum og gerðum. 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vertu enn meira PRO

Móttökur

Ertu með síðdegisboð, grillpartý, morgunverð, hóp viðskiptavina og langar að brjóta upp hefðina, að gera eitthvað öðruvísi, nýtt, ferskt, slá í gegn…?

Við höfum gert allt sem nöfnum tjáir að nefna þegar viðburðir eru annarsvegar og munum með ánægju deila reynslunni með þér og finna réttu leiðina - spjöllum saman!

 

 

 

 

 

 

Metnaður okkar er þinn viðburður - þinn árangur

Starfsdagur

Hvert er markmið dagsins? Hver er tilgangurinn?  Við förum bæði óhefðbundnar og hefðbundar leiðir með starfsdaginn, allt eftir ykkar þörfum.
Við sníðum dagskrána að þínum markmiðum svo hún skili tilsettum árangri og sé í leiðinni stórskemmtileg.

 

 

 

 

 

 

Hugmyndavinna - Við erum fersk.

Hópefli

Af hverju að búa til hópefli? Það geta verið afar ólíkar þarfir að baki og því mikilvægt að hugsa það alla leið með útkomuna í huga. Hérna eru möguleikarnir endalausir, skemmtanagildið í fyrirrúmi og ögrandi áskoranir í takt við tilefnið. Við höfum farið margar leiðir og finnst fátt skemmtilegra en að vinna hópefli með krefjandi hópi. Við finnum pottþétt sameiginlega leið að markinu.

 

 

 

 

 

 

Stórir og litlir viðburðir - við getum alltaf aðstoðað.

Ráđstefnur og fundir

Það er í mörg horn að líta þegar ráðstefnur og fundir eru haldnir. Við erum alvön að halda utan um ráðstefnur og fundi af öllum stærðum og gerðum. Við getum gert allt frá A-Ö eða tekið að okkur hluta verkefnisins. Hvort sem það er að setja upp skráningarsíður, sjá um fjármálastjórn og innheimtu, tæknilegt utanumhald, umgjörð á sviði og í sal, skipulag dagskrár eða koma með tillögur að fyrirlesurum og fundarstjórum. PROevents lagar sig að ykkar þörfum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Undirbúningur, viðburðarstjórnun og allt þar á milli - við erum tilbúin að hoppa inn á hvaða stigi sem er.

Ummćli

"Við hjá Valitor fengum ProEvents til að halda utan um og skipuleggja dagskrá á starfsdeginum okkar sem haldinn er einu sinni á ári.  Dagskráin og skipulagningin var eins og best verður á kosið. Dagurinn var mjög skemmtilegur og mikil ánægja með hann meðal starfsmanna.  Við getum hiklaust mælt með PROevents í svona verkefni".

Stefán Ari Stefánsson
Mannauðs- og rekstrarstjóri Valitor

Valitor

"Kærar þakkir fyrir mjög faglega og árangursríka vinnu við stjórnun og eftirfylgni tengt stefnumótunarvinnu Okkar Lífs. Starfsdagurinn sem fylgdi í kjölfarið var bæði  skemmtilegur og frumlegur með hópefli sem féll algerlega að okkar þörfum".

Valtýr Guðmundsson
forstjóri Okkar lífs

Okkar líf

"Við hjá Mannviti fengum þau hjá Proevents til að sjá um að skipuleggja árshátíðina hjá okkur 2015. Við getum ekki sagt annað en það hafi allt gengið fullkomlega upp og áttum við mjög gott samstarf við þau. Bæði komu þau með góðar hugmyndir um framkvæmd árshátíðarinnar og einnig brugðust vel við öllum okkar kröfum og áherslum. Árshátíðin gekk eins og í sögu og var með betri árshátíðum sem við höfum haldið".

Drífa Sigurðardóttir
starfsmannastjóri Mannvits

 

Mannvit

"PROevents aðstoðuðu okkur við að halda utan um fyrsta vinnudag starfsmanna Stjórnarráðsins í mars 2015 sem haldinn var í Hörpu. Við vorum mjög ánægð með þeirra framlag, útsjónarsemi og næmni fyrir okkar þörfum".

Ragnhildur Arnljótsdóttir
ráðuneytisstjóri, forsætisráðuneytinu

 

Stjórnarráđiđ
"Dagurinn var í alla staði frábær, Ragga hefur einstakan hæfileika að fá fólk til að hlusta og taka þátt. Hún er fljót að greina hópinn, tengja sig inní hann og setja hlutina í rökrétt samhengi. Húmorinn hennar og glettnin lætur engan ósnortinn en um leið er hún nærgætin og ber augljósa virðingu fyrir áheyrendum og sjónarmiðum þeirra. Ég get hiklaust mælt með Proevents”.
 
Guðrún Alda Elísdóttir 
Mannauðsstjóri Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands

 

Félagsvísindasviđ Háskóla Íslands

a

Alcoa

„Proevents hélt vel utanum skipulag ferðarinnar okkar sem var í senn skemmtileg, fjölbreytt og kom á óvart". 

Starfsmannafélag Varðar trygginga

Starfsmannafélag Varđar

"Kærar þakkir fyrir afar gott samstarf og árangursríka þjálfun. Ragnheiður heyrir raddir allra, tengir ólík sjónarmið einkar vel og hefur sterkt innsæi. Hún er snögg að setja sig í spor annarra og kemur ávallt beint að kjarna málsins. Kallar fram það besta í fólki, nær fram hreinskiptum, traustum og lausnamiðuðum samskiptum sem færa árangur.

Brynjar Viggósson og Nanna Herborg Tómasdóttir,
Flutningasviði Eimskips

Eimskip

"Við vorum öll alveg gríðarlega ánægð með alla umgjörð ferðarinnar og hún náði að vera mjög í okkar anda. Allt stóð eins og stafur á bók hjá Jóni og hans  fólki sem stóð sig afar vel og kunni einmitt að láta fólk skemmta sér sjálft með sínum eigin uppfinningum".

Arna S. Guðmundsdóttir
Applicon

Applicon

,,Við mælum eindregið með þjónustu Proevents.  Þau sáu um starfsdag fyrir okkur sem var gríðalega vel lukkaður. Það sem einkenndi daginn var jákvæðni, gæði og fagmennska.  Allt utanumhald og skipulag við daginn var einnig með besta móti ".

Ingibjörg Steinunn Ingjaldsdóttir
starfandi stjórnarformaður Prentmets ehf.

Prentmet

"Stjórnendamarkþjálfun PROcoaching var góð blanda af fræðilegum pælingum og sjálfstrausts þjálfun fyrir unga stjórnendur. Hressileg og kröfuhörð nálgun Ragnheiðar var uppbyggileg og árangursrík”

Ingibjörg Sverrisdóttir 
Rekstrarstjóri ZARA á Íslandi

ZARA

„Frábært samstarf við Jón og hans fólk sem gerðu glæsilega móttöku fyrir viðskiptavini okkar með sniðugum hugmyndum - mæli hiklaust með þeim."

Sonja Hlín Arnarsdóttir
verkefnastjóri – Borgun

Borgun

"Við viljum þakka kærlega fyrir frábæra ferð og framúrskarandi þjónustu. Allir eru í skýjunum yfir ferðinni og vonandi fáum við að hafa þig í bakhöndinni næst".

Starfsmannafélag ríkisskattstjóra

Starfsmannafélag ríkisskattstjóra

„Við hjá Nýherja vorum afar ánægð með undirbúning og framkvæmd sumarveislu fyrir viðskiptavini. Fagmennska fram í fingurgóma.“

Finnur Oddsson
forstjóri Nýherja.

Nýherji

„PROevents komu að skipulagningu og framkvæmd tveggja stærstu viðburða Já árið 2014, ráðstefnunni „Sko“ sem haldin var í Hörpu og árshátíðinni okkar.  Báðir viðburðirnir heppnuðust einstaklega vel og þjónusta PROevents var til fyrirmyndar.  Takk fyrir okkur!“

Sigríður Margrét Oddsdóttir
forstjóri JÁ

Já
"Við hjá Securitas fengum Proevents til að sjá um haustfagnaðinn fyrir okkur og báðum þau að hjálpa okkur að hugsa aðeins út fyrir kassann. Úr varð frábær dagur sem enn er talað um. Við getum eindregið mælt með Proevents og munum án efa nýta okkur þjónustu þeirra aftur".
 
Hlíf Böðvarsdóttir,
fræðslustjóri Securitas
Securitas

"PROevents aðstoðaði við undirbúning á Herrakvöldi Víkings sem gerði það að verkum að þessi skemmtun hefur aldrei verið betri". 

Friðrik Magnússon
formaður Knattspyrnudeildar Víkings

Víkingur

“Golfklúbburinn Leynir réð Proevents til að skipuleggja lokahófið á Íslandsmótinu í golfi 2015 og tókst það afar vel.  Við hjá GL vorum mjög ánægð með allt skipulag og framkvæmd og höfðu gestir orð á því  hvað lokahófið væri glæsilegt”

Guðmundur Sigvaldason
framkvæmdastjóri GL

Golfklúbburinn Leynir

"PROevents gerði starfsdaginn okkar faglegan, árangursríkan og skemmtilegan - STOMPIÐ hitti beint í mark. Frábært samstarf".

Hrafnhildur Hauksdóttir 
Starfsmanna- og gæðastjóri BL

BL

"PROevents kom lokahófi árgangamóts ÍA á hærra level og bjó til sannkallaða carnival stemmningu sem fór gríðarvel í mannskapinn.  Hugmyndaauðgi og útsjónarsemi á hæsta stigi.  Við mælum hiklaust með PROevents"

Haraldur Ingólfsson
framkvæmdastjóri KFÍA

ÍA
“Við vorum mjög ánægðir með lokahófið sem var hið glæsilegasta og höfðu gestir orð á því að það væri með þeim bestu sem haldin hafa verið”
 
Agnar Már Jónsson
framkvæmdarstjóri GKG
GKG komment

"Við fengum PROevents til að sjá um afar vel heppnaða viðburði fyrirtækisins í vetur; starfsdag og glæsileg 60 ára afmælisboð bæði í Reykjavík og á Akureyri. Að vinna með Jóni og Ragnheiði er ávísun á fagmennsku, hugmyndaauðgi og einstakan drifkraft.  Við mælum hiklaust með þessum snillingum !"

Reykjafell 

Hannes Jón Helgason
framkvæmdastjóri og eigandi 

 

Reykjafell

"Kærar þakkir fyrir frábæran dag þann 13.maí og enn fremur fyrir allan undirbúninginn undanfarnar vikur og mánuði.  Samstarfið við ykkur gekk með eindæmum vel og við erum í skýjunum með afmælishátíðina og ferðaskrifstofupartýið sem bæði tókust frábærlega. Þið eruð snillingar og mikið fagfólk :)"

Árni Gunnarsson
framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands

Flugfélag Íslands
"Við erum mjög ánægð með allt og alla sem komu nálægt þessu fræbæra partýi. Matur, skreytingar, skipulagning, veislustjórn, hljómsveit, sirkus - allt var algjör snilld”.
 
Árshátíðarnefnd Olís
Olís

„Það voru allir í skýjunum með árshátíðina".

Einar Örn Jónsson
formaður árshátíðarnefndar OR

OR

„Nefndin fékk PROevents til þess að framkvæma róttækar breytingar á hátíð bæjarstarfsmanna. Jón og hans fólk bættu heilmiklu „kryddi" við upphaflegu hugmyndina og niðurstaðan, frábærlega vel heppnuð hátíð sem verður lengi í minnum höfð".

Árshátíðarnefnd Hafnarfjarðarbæjar

Hafnarfjörđur
"Stjórn Læknafélags Reykjavíkur réð Jón hjá ProEvents til að sjá um allt utanumhald og framkvæmd fyrir árshátíð LR 2015. Samskipti við hann voru hnökralaus og allt kvöldið gekk eins og í sögu. Við munum klárlega leita aftur til ProEvents, takk fyrir okkur!"
 
Arna Guðmundsdóttir MD
Formaður Læknafélags Reykjavíkur
 
Lćknafélag Reykjavíkur

"PROevents sá um að skipuleggja og halda utan um árlega ferð stjórnenda í tengslum við vinnudag okkar. Við vorum mjög ánægð með samstarfið við Jón og þjónustuna í heildina.  Ég get hiklaust mælt með því að fá PROevents til að sjá um ferðir og viðburði".

 

Anna Rós Ívarsdóttir
Framkvæmdastjóri mannauðssviðs VÍS

VÍS

"Takk fyrir góða ferð.
Hún heppnaðist vel í alla staði og mannskapurinn er mjög ánægður “.

Hanna Ólafsdóttir
framkvæmdarstjóri Juris

Juris

"Það er öruggt að fólk hefur sjaldan eða aldrei skemmt sér betur á jólahátíð hjá Starfsmannafélagi Securitas. Mig langar að hrósa Jóni fyrir einstaklega góða þjónustu frá byrjun hugmyndasmíðarinnar til enda jólahátíðarinnar. Við munum pottþétt leita til Proevents aftur."

 

Steinn Jónsson
Forseti stjórnar Starfsmannafélags Securitas

 

Securitas-jólahátiđ-komment

"Glæsileg frammistaða bæði í skipulagningu og framkvæmd. Nauðsynlegt að hafa traustan aðila innan handar þegar allt þarf að ganga hnökralaust. Við mælum eindregið með PROevents".

Halldór Ægir Halldórsson
vörumerkjastjóri, Haugen Gruppen

Haugen Gruppen

"PROevents stóð svo sannarlega undir nafni varðandi lokahóf EM landsliða því fagmennskan skein alls staðar í gegn. Við munum án efa leita aftur til Jóns og félaga við næsta stórverkefni".

Gunnar Björnsson
forseti Skáksambands Íslands

 

 

Skáksamband Íslands

"PROevent sá um alla umgjörð um skemmtun fyrir okkar viðskiptavini. Allt ferlið var verulega traustvekjandi, gott skipulag, góður undirbúningur, næmt auga fyrir skemmtilegum smáatriðum. Virkilega þægilegt og áhyggjulaust ferli og umgjörð sem olli mikilli hrifningu gesta okkar".

Örn Viðar Skúlason
eigandi Proact

 

Proact

„Ferðin okkar var frábær í alla staði, Jón sá til þess að allt gekk 
fullkomlega upp, fólkið okkar naut sín í botn og ég alveg áhyggjulaus 
- þetta var tær snilld".

Harpa Víðisdóttir 
Mannauðsstjóri Verði tryggingum

Vörđur tryggingar

"Vel skipulögð og flott uppsett árshátíð. Við mælum eindregið með PROevents :)"

Rúmfatalagerinn ehf

Rúmfatalagerinn