Endilega sendu okkur línu

Vertu enn meira PRO

Tímamót

Mikilvæg tímamót lifa með okkur, jafnvel alla ævi. Það skiptir okkur öllu máli að ykkar tímamót verði svo jákvæð og ánægjuleg upplifun að bara það eitt að hugsa um þau dragi fram bros. Hver eru þín tímamót? Afmæli, brúðkaup, áfangasigrar, stofnun fyrirtækis, opnanir, hátíð, vígslur…

Við leysum málið með þér af einlægum áhuga og metnaði.

 

 

 

Fagmennska, frumleiki og persónuleg þjónusta.

Árshátíđir

Árshátíðin er einn stærsti viðburður ársins í hverju fyrirtæki. Það skiptir miklu máli að vandað sé til verka því allir hafa skoðun á því hvernig hún er framkvæmd.

Það er í mörg horn að líta þegar skipuleggja á vel heppnaða árshátíð svo sem hvort hafa eigi þema, skreytingar, hvernig salur hentar, hverskonar veitingar, tónlist, veislustjórn, leynigest, eitthvað óvænt, eitthvað óvenjulegt?

Okkar fólk hefur víðtæka reynslu í skipulagningu árshátíða af öllum stærðum og gerðum. Við sjáum um allt af fagmennsku frá hinu smæsta til hins stærsta. Við fylgjumst vel með tíðarandanum og kappkostum að árshátíðin ykkar slái í gegn.

Stórir og litlir viðburðir - við getum alltaf aðstoðað.

Móttökur

Ertu með síðdegisboð, grillpartý, morgunverð, hóp viðskiptavina og langar að brjóta upp hefðina, að gera eitthvað öðruvísi, nýtt, ferskt, slá í gegn…?

Við höfum gert allt sem nöfnum tjáir að nefna þegar viðburðir eru annarsvegar og munum með ánægju deila reynslunni með þér og finna réttu leiðina - spjöllum saman!

 

 

 

 

 

 

Það er okkar fag að veita þér þetta „Extra - krydd“ sem gerir gæfumuninn í þínum viðburði!

Markađsviđburđir

Árangursríkur markaðsviðburður skilur eftir virði hjá markhópnum langt umfram það sem gerist með hefðbundinni auglýsingu. Virði sem hefur áhrif á tilfinningar. Árangursríkur markaðsviðburður fær viðskiptavini þína til að upplifa ávinning umfram það að hafa bara tekið þátt í “live-action” auglýsingu.

Á markaðstengdum viðburðum er áhersla lögð á raunverulega upplifun í stað hefðbundinnar auglýsingar. Þessi leið er að festa sig í sessi þar sem áhrifin eru mun meiri. Við hjálpum þér að skapa óviðjafnanlega upplifun fyrir markhópinn þinn. Við hjálpum þér að styrkja sambandið við markhópinn þinn. Við hjálpum þér að leggja grunninn að skapandi markaðssetningu sem tekið er eftir. Við hjálpum þér að slá í gegn! 

Undirbúningur, viðburðarstjórnun og allt þar á milli - við erum tilbúin að hoppa inn á hvaða stigi sem er.

Starfsdagar

Hvert er markmið dagsins? Hver er tilgangurinn?  Við förum bæði óhefðbundnar og hefðbundnar leiðir með starfsdaginn, allt eftir ykkar þörfum.

Virði velheppnaðs starfsdags verður seint ofmetið. Það að tryggja að allir rói í takt, að við séum eitt lið, að fólkið okkar sé helgað í starfi og tilbúið til að takast á við áskoranir morgundagsins er ein lykilforsenda fyrir velgengni fyrirtækja nútímans. Við hjálpum þér að móta skýr markmið fyrir daginn ykkar. Við sníðum dagskrána að þínum þörfum og markmiðum svo dagurinn skili tilsettum árangri og sé í leiðinni stórskemmtilegur. Við framkvæmum svo daginn með þér því við erum með úrvalslið fagfólks í okkar röðum enda persónuleg þjónusta eitt af okkar gildum.

Hugmyndavinna - Við erum fersk.

Fjölskyldudagar

Vinnan er lífsstíll, ekki aðeins starfsfólks okkar heldur einnig fjölskyldu hvers starfsmanns. Þess vegna skipta vel heppnaðir starfsdagar svo miklu máli. Mikilvægi þess að sameina þetta tvennt á jákvæðan máta fer vaxandi. Í leiðinni erum við að vinna gott markaðs- og almannatengslastarf. Hér þarf frumleiki og skemmtanagildi að vega þungt. Þar kemurðu ekki að tómum kofanum hjá okkur. Við elskum að hafa gaman, hugsa út fyrir boxið og búa til fjör. Enda frumleiki eitt af okkar gildum. 

Metnaður okkar er þinn viðburður - þinn árangur

Hópefli

Af hverju að búa til hópefli?

Það geta verið afar ólíkar þarfir að baki og því mikilvægt að hugsa það alla leið með útkomuna í huga. Hérna eru möguleikarnir endalausir, á skemmtanagildið að vera í fyrirrúmi eða skiptir mestu að áskoranirnar séu ögrandi? Útfærslur og áskoranir verða alltaf að vera í takt við tilefnið. Ávinningur vel heppnaðs hópeflis á alltaf að viðhalda og/eða auka traust og samkennd liðsheildarinnar.

Við leggjum mikla áherslu á góða þarfagreiningu svo við vinnum örugglega með það sem skiptir mestu máli. Við höfum farið margar leiðir og finnst fátt skemmtilegra en að vinna hópefli með krefjandi hópi. Oft er hópefli sett inn í aðra vinnu svo sem starfsdag eða þemaferð. Við finnum pottþétt sameiginlega leið að markinu.

   Hugmyndavinna - Við erum fersk.

Ráđstefnur og fundir

Það er í mörg horn að líta þegar ráðstefnur og fundir eru haldnir. Við erum alvön að halda utan um ráðstefnur og fundi af öllum stærðum og gerðum. Við getum gert allt frá A-Ö eða tekið að okkur hluta verkefnisins. Hvort sem það er að setja upp skráningarsíður, sjá um fjármálastjórn og innheimtu, tæknilegt utanumhald, umgjörð á sviði og í sal, skipulag dagskrár eða koma með tillögur að fyrirlesurum og fundarstjórum. PROevents lagar sig að ykkar þörfum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það er okkar fag að veita þér þetta „Extra - krydd“ sem gerir gæfumuninn í þínum viðburði!

Ummćli

"Við hjá Íslandspósti erum alsæl með aðkomu Jóns og PROevents að árshátíð okkar og 20 ára afmælishátíð sem var haldin nú í nóvember. Jón er einstaklega lipur, hugmyndaríkur og snjall og virkilega gaman að vinna með honum að þessum stóra viðburði. Öll aðkoma PROevents að árshátíðinni var til fyrirmyndar í alla staði og við mælum 100% með þeim í verkefni sem þetta. Takk fyrir okkur!"

Sigríður Indriðadóttir
Framkvæmdastjóri starfsmannasviðs Íslandspósts

Pósturinn

„PROevent sá um alla umgjörð um skemmtun fyrir okkar viðskiptavini. Allt ferlið var verulega traustvekjandi, gott skipulag, góður undirbúningur, næmt auga fyrir skemmtilegum smáatriðum. Virkilega þægilegt og áhyggjulaust ferli og umgjörð sem olli mikilli hrifningu gesta okkar."

Örn Viðar Skúlason
eigandi Proact

 

Proact
 „Við fengum PROevents í lið með okkur að skipuleggja starfsdag sem endaði með ánægjulegu og skemmtilegu kvöldi. Á fyrsta fundi með PROevents var farið yfir hvert markmið dagsins ætti að vera. Í framhaldi fór fram hugmyndavinna sem lauk með afurð að vel heppnuðum degi og kvöldi. Þekking, færni og kraftmikið starfsfólk PROevents  sem hefur góðan skilning og einstaka hæfni að hlusta eftir þörfum og óskum fyrirtækisins. Það er augljóst að það skiptir starfsfólk PROevents máli að vanda vel til verka sem kristallast í miklum metnaði, fagmennsku og vilja til að ná árangri.“
 
Sigurður Pálsson
forstjóri BYKO
BYKO

„Takk fyrir góða ferð. Hún heppnaðist vel í alla staði og mannskapurinn er mjög ánægður.“

Hanna Ólafsdóttir
framkvæmdarstjóri Juris

Juris
„Það var mikil ánægja með fjölskyldudaginn í okkar herbúðum :) Skipulagið, dagskráin, veitingarnar, leikjalandið, skemmtikraftarnir... þetta var allt að slá í gegn og allir alsælir."

Sigríður Indriðadóttir
Mannauðsstjóri Mannvits
 
„Við hjá Mannviti fengum þau hjá PROevents til að sjá um að skipuleggja árshátíðina hjá okkur 2015. Við getum ekki sagt annað en það hafi allt gengið fullkomlega upp og áttum við mjög gott samstarf við þau. Bæði komu þau með góðar hugmyndir um framkvæmd árshátíðarinnar og einnig brugðust vel við öllum okkar kröfum og áherslum. Árshátíðin gekk eins og í sögu og var með betri árshátíðum sem við höfum haldið."

Drífa Sigurðardóttir
starfsmannastjóri Mannvits

Mannvit

„Við fengum PROevents til að sjá um afar vel heppnaða viðburði fyrirtækisins í vetur; starfsdag og glæsileg 60 ára afmælisboð bæði í Reykjavík og á Akureyri. Að vinna með Jóni og Ragnheiði er ávísun á fagmennsku, hugmyndaauðgi og einstakan drifkraft.  Við mælum hiklaust með þessum snillingum!"

Reykjafell 

Hannes Jón Helgason
framkvæmdastjóri og eigandi 

 

Reykjafell

Við í Arctic Adventures héldum sameiningarpartý aldarinnar í nóvember 2017. Það var einstaklega ánægjulegt að eiga samskipti við PROevents. Fagmennska og úrræðagóð þjónusta með þarfir viðskiptavinar síns ávallt í huga. Það var okkur ómetanlegt að nýta þekkingu og reynslu PROevents fyrir þennan viðburð okkar. 

Anna María Þorvaldsdóttir
Framkvæmdastjóri mannauðs

Arctic Adventures

„PROevents aðstoðaði við undirbúning á Herrakvöldi Víkings sem gerði það að verkum að þessi skemmtun hefur aldrei verið betri." 

Friðrik Magnússon
formaður Knattspyrnudeildar Víkings

Víkingur

„Ferðin okkar var frábær í alla staði, Jón sá til þess að allt gekk fullkomlega upp, fólkið okkar naut sín í botn og ég alveg áhyggjulaus - þetta var tær snilld."

Harpa Víðisdóttir 
mannauðsstjóri hjá Verði tryggingum

Vörđur tryggingar

„Það er öruggt að fólk hefur sjaldan eða aldrei skemmt sér betur á jólahátíð hjá Starfsmannafélagi Securitas. Mig langar að hrósa Jóni fyrir einstaklega góða þjónustu frá byrjun hugmyndasmíðarinnar til enda jólahátíðarinnar. Við munum pottþétt leita til PROevents aftur."

 

Steinn Jónsson
forseti stjórnar Starfsmannafélags Securitas

 

Securitas-jólahátiđ-komment

„Við mælum eindregið með þjónustu PROevents. Þau sáu um starfsdag fyrir okkur sem var gríðalega vel lukkaður. Það sem einkenndi daginn var jákvæðni, gæði og fagmennska. Allt utanumhald og skipulag við daginn var einnig með besta móti."

Ingibjörg Steinunn Ingjaldsdóttir
starfandi stjórnarformaður Prentmets ehf.

Prentmet
„Dagurinn var í alla staði frábær, Ragga hefur einstakan hæfileika að fá fólk til að hlusta og taka þátt. Hún er fljót að greina hópinn, tengja sig inní hann og setja hlutina í rökrétt samhengi. Húmorinn hennar og glettnin lætur engan ósnortinn en um leið er hún nærgætin og ber augljósa virðingu fyrir áheyrendum og sjónarmiðum þeirra. Ég get hiklaust mælt með PROevents.”
 
Guðrún Alda Elísdóttir 
mannauðsstjóri Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands

 

Félagsvísindasviđ Háskóla Íslands

„Við höfum unnið með PROevents við ýmiskonar viðburði  hjá Whales of Iceland sl. tvö ár - það hefur verið einstaklega ánægjulegt í alla staði.  Við leituðum þvi til þeirra til að hafa umsjón með okkar eigin  viðburði  þann 18.maí sl. Fagmennskan fullkomin – einstaklega jákvæð og þægileg samskipti, sem skiptir okkur gríðarlegu máli.  Hægt að treysta öllu fullkomlega – og partýið fór fram úr okkar björtustu vonum!  Mæli 100% með samstarfi við þau Nonna og Röggu – og þeirra starfsfólk :)“

Sædís Guðmundsdóttir
Framkvæmdastjóri Whales of Iceland

Whales of Iceland

„Það voru allir í skýjunum með árshátíðina."

Einar Örn Jónsson
formaður árshátíðarnefndar OR

OR

Hjartans þakkir fyrir frábært samstarf við 10 ára afmælisráðstefnu VIRK og afmælishófið um kvöldið í Hörpu þann 4. maí sl. Allt var þaulskipulagt að hálfu PROevents og hvert atriði fagmannlega unnið. Gríðarlega mikil ánægja með allt samstarf og undirbúning þessara viðburða og ljóst að Jón er fagmaður fram í fingurgóma sem leggur mikla aðlúð í hvert smáatriði.

Auður Þórhallsdóttir
Sviðsstjóri mannauðsmála
Virk starfsendurhæfingarsjóður

Virk

"Proevents voru mjög fagleg í undirbúningi og framkvæmd vorferðar starfsmanna upplýsingatæknisviðs Íslandsbanka. Þau voru sérlega sveigjanleg og útsjónarsöm, og góð í að aðlaga dagskrána aðstæðum og veðri. Algerlega sérsniðið að okkar þörfum og ferðin sló í gegn. Við mælum eindregið með PROevents. Takk fyrir okkur.

Laufey Ása Bjarnadóttir
Verkefnastjóri UT-sviðs Íslandsbanka

Íslandsbanki

"LOCAL lögmenn nutu leiðsagnar og ráðgjafar frá PROcoaching í stefnumótunarvinnu lögmannsstofunnar. Ragnheiður er mikil fagmanneskja og ráðgjöf hennar og leiðsögn veitti okkur mikilvæg tæki til að vinna með innan fyrirtækisins þegar stefna þess var yfirfarin og mörkuð".

Eigendur
Local lögmenn 

Local lögmenn

„PROevents stóð svo sannarlega undir nafni varðandi lokahóf EM landsliða því fagmennskan skein alls staðar í gegn. Við munum án efa leita aftur til Jóns og félaga við næsta stórverkefni."

Gunnar Björnsson
forseti Skáksambands Íslands

 

 

Skáksamband Íslands

„Við hjá Öryggismiðstöðinni leituðum til PROevents og PROcoaching til þess að aðstoða okkur með hugmyndir og framkvæmd að vinnudegi fyrir starfsfólk ásamt skemmtun. Traust þjónusta og fagleg vinna skiluðu okkur sérstaklega skemmtilegum degi og án efa mjög árangursríkum líka. Við erum ánægður viðskiptavinur þessa kraftmikla fyrirtækis. Takk fyrir okkur."

Daði Þór Veigarsson
framkvæmdastjóri sölusviðs

Öryggismiđstöđin
„Stjórn Læknafélags Reykjavíkur réð Jón hjá PROevents til að sjá um allt utanumhald og framkvæmd fyrir árshátíð LR 2015. Samskipti við hann voru hnökralaus og allt kvöldið gekk eins og í sögu. Við munum klárlega leita aftur til PROevents, takk fyrir okkur!"
 
Arna Guðmundsdóttir MD
formaður Læknafélags Reykjavíkur
 
Lćknafélag Reykjavíkur

„Þetta var alveg mögnuð árshátíð – frábærlega að verki staðið -  PROevents eiga mikið hrós skilið :)“ 

Þorsteinn Þorsteinsson
fjármálastjóri Rúmfatalagersins

Rúmfatalagerinn

Við hjá Íslenskri erfðagreiningu höfum fengið ProEvents til að skipuleggja tvær árshátíðir fyrir okkur. Okkur fannst mjög gott að vinna með þeim, þau hlustuðu vel á okkur og komu með lausnir sem hentuðu vel okkar fyrirtæki. Þau eru mjög áreiðanleg, fagleg og stútfull af góðum hugmyndum.

Ég mæli hiklaust með þjónustu ProEvents.

Hrefna Thoroddsen
Starfsmannastjóri ÍE

Íslensk erfđagreining

“Þetta var alveg frábært, svo skemmtilegt og passlegt og allir hæstánægðir. Allt 120% frá upphafi til enda hjá ykkur”

 

Ragnheiður Valdimarsdóttir

Mannauðsstjóri Vita og Iceland Travel

 

Vita

„PROevents hafa unnið með okkur óvissuferðir undanfarin tvö ár og hafa farið fram úr okkar björtustu vonum.
Þau hafa náð upp frábærri stemmningu og kröftugu hópefli þó hópurinn hafi verið stór.”

Svanhvít Friðriksdóttir
upplýsingafulltrúi WOW air

WOW Air

Við mælum heilshugar með PROevents og þeirra persónulegu og fagmannlegu þjónustu. Áttum stórgóðan hópeflisdag sem þau Ragga og Jón undirbjuggu fyrir nýjan hóp. Gætum ekki verið ánægðari.


Áslaug Lind Guðmundsdóttir
Manager, RA Finance Sr.

 

„PROevents gerði starfsdaginn okkar faglegan, árangursríkan og skemmtilegan - STOMPIÐ hitti beint í mark. Frábært samstarf."

Hrafnhildur Hauksdóttir 
starfsmanna- og gæðastjóri BL

BL
„Þakka fyrir fagleg vinnubrögð og skemmtilega nálgun af hálfu PROevents. Tilgangur dagsins var með ákveðnum hætti og var öll dagskráin byggð út frá þeirri nálgun, bæði stjórnendur og starfsmenn voru mjög ánægð með árangurinn og er verið að vitna í daginn hér oft á dag.“
 
Magnús Óli Ólafsson
forstjóri Innnes
 
„HappInnnes hópeflis dagurinn okkar var frábær og fór fram úr væntingum okkar þökk sé PROevents. Hann skilaði árangri og gleði til starfsfólksins.“
 
Guðný Hansdóttir
mannauðsstjóri Innnes

Innnes

„Stjórnendamarkþjálfun PROcoaching var góð blanda af fræðilegum pælingum og sjálfstrausts þjálfun fyrir unga stjórnendur. Hressileg og kröfuhörð nálgun Ragnheiðar var uppbyggileg og árangursrík.”

Ingibjörg Sverrisdóttir 
rekstrarstjóri ZARA á Íslandi

ZARA

„Golfklúbburinn Leynir réð PROevents til að skipuleggja lokahófið á Íslandsmótinu í golfi 2015 og tókst það afar vel. Við hjá GL vorum mjög ánægð með allt skipulag og framkvæmd og höfðu gestir orð á því  hvað lokahófið væri glæsilegt.”

Guðmundur Sigvaldason
framkvæmdastjóri GL

Golfklúbburinn Leynir

„Nefndin fékk PROevents til þess að framkvæma róttækar breytingar á hátíð bæjarstarfsmanna. Jón og hans fólk bættu heilmiklu „kryddi" við upphaflegu hugmyndina og niðurstaðan, frábærlega vel heppnuð hátíð sem verður lengi í minnum höfð."

Árshátíðarnefnd Hafnarfjarðarbæjar

Hafnarfjörđur
„Við erum mjög ánægð með allt og alla sem komu nálægt þessu fræbæra partýi. Matur, skreytingar, skipulagning, veislustjórn, hljómsveit, sirkus - allt var algjör snilld.”
 
Árshátíðarnefnd Olís
Olís

„PROevents hélt vel utanum skipulag ferðarinnar okkar sem var í senn skemmtileg, fjölbreytt og kom á óvart." 

Starfsmannafélag Varðar trygginga

Starfsmannafélag Varđar

„Vil þakka kærlega fyrir fjölskyldudaginn. Þetta gekk vonum framar og allir hæstánægðir með daginn.” 

Þóra Birna Ásgeirsdóttir
mannauðsstjóri Elkem

Elkem á Grundartanga

„Starfsmannafélag Þorbjarnar ákvað að hafa samband við PROevents vegna skipulagningar við árshátíð félagsins og urðum við sannarlega ekki fyrir vonbrigðum. PROevents eru fagmennskan uppmáluð og sáu þeir um allt frá upphafi til enda. Skemmtiatriðin, utanumhaldið og árshátiðin sjálf heppnaðist gríðalega vel. Við mælum hiklaust með þjónustu þeirra.“  

 
Marta Karlsdóttir
Formaður árshátíðarnefndar Þorbjarnar
 
 
Ţorbjörn

„Glæsileg frammistaða bæði í skipulagningu og framkvæmd. Nauðsynlegt að hafa traustan aðila innan handar þegar allt þarf að ganga hnökralaust. Við mælum eindregið með PROevents."

Halldór Ægir Halldórsson
vörumerkjastjóri Haugen Gruppen

Haugen Gruppen

„PROevents kom lokahófi árgangamóts ÍA á hærra level og bjó til sannkallaða carnival stemmningu sem fór gríðarvel í mannskapinn. Hugmyndaauðgi og útsjónarsemi á hæsta stigi.  Við mælum hiklaust með PROevents."

Haraldur Ingólfsson
framkvæmdastjóri KFÍA

ÍA

„PROevents sáu um frábæran hópeflisdag fyrir 150 starfsmenn Vísis hf. sem heppnaðist svona glimrandi vel. Þrátt fyrir að hópurinn væri stór og fjöltyngdur náðist að þjappa hópnum vel saman og gleðin skein úr hverju andliti. Kærar þakkir fyrir okkur!"

Ágústa Óskarsdóttir
starfsmannastjóri Vísis hf.

Vísir hf

Ragga var með námskeið fyrir millistjórnendur hjá okkur í haust. Hún hefur einstakt lag að ná til hópsins með líflegri og skemmtilegri framsetningu á efninu. Mikil ánægja var með námskeiðið hjá öllum þátttakendum sem skilaði sér einnig einstaklega vel þegar stjórnendur þurftu að takast á við mjög krefjandi verkefni og aðstæður í vinnu á sama tíma og þjálfunin var í gangi, þá nýttist aðferðafræðin úr þjálfuninni sérlega vel með beinum hætti. Ragga náði að þjappa hópnum vel saman og mikil samstaða skapaðist innan hópsins. 

Ég mæli hiklaust með henni hvort sem það er stjórnendanámskeið eða markþjálfun, hún er alltaf mjög fagleg með allt sem hún tekur sér fyrir hendur.

Þórey Jónsdóttir
Mannauðsstjóri Airport Associates

 

Proevents skipulagði stórglæsilegt afmælis- og innfluttningsboð fyrir okkur sem stóðst allar okkar væntingar. Ég var ánægður með þeirra framlag, allt gekk að óskum og kvöldið ótrúlega vel heppnað. Ég get svo sannarlega mælt með þeirra faglegu og flottu þjónustu.

Sigþór Kristinn Skúlason
Framkvæmdastjóri Airport Associates

 

Ég hef verið svo heppin að hafa Ragnheiði sem markþjálfa í um eitt ár. Hún er einstaklega þægileg, góður hlustandi og hjálpar manni að sjá erfið mál í öðru ljósi, með því að spyrja réttu spurninganna.  Hún er einnig dugleg að hrósa, en það er mikilvægur eiginleiki sem eykur sjálfstraust og gefur aukna orku. Ég get mælt með Ragnheiði sem góðum stjórnenda markþjálfa.

Þórey Jónsdóttir
Mannauðsstjóri Airport Associates

Airport Associates
„Við vorum mjög ánægðir með lokahófið sem var hið glæsilegasta og höfðu gestir orð á því að það væri með þeim bestu sem haldin hafa verið.”
 
Agnar Már Jónsson
framkvæmdarstjóri GKG
GKG komment

„Við hjá Valitor fengum PROevents til að halda utan um og skipuleggja dagskrá á starfsdeginum okkar sem haldinn er einu sinni á ári. Dagskráin og skipulagningin var eins og best verður á kosið. Dagurinn var mjög skemmtilegur og mikil ánægja með hann meðal starfsmanna. Við getum hiklaust mælt með PROevents í svona verkefni."

Stefán Ari Stefánsson
mannauðs- og rekstrarstjóri Valitor

Valitor

„Við mælum heilshugar með PROevents og þeirra persónulegu og fagmannlegu þjónustu. Áttum stórgóðan hópeflisdag sem þau Ragga og Jón undirbjuggu fyrir nýjan hóp. Gætum ekki verið ánægðari. „

Áslaug Lind Guðmundsdóttir, Manager, RA Finance Sr.

Actavis

„PROevents aðstoðuðu okkur við að halda utan um fyrsta vinnudag starfsmanna Stjórnarráðsins í mars 2015 sem haldinn var í Hörpu. Við vorum mjög ánægð með þeirra framlag, útsjónarsemi og næmni fyrir okkar þörfum."

Ragnhildur Arnljótsdóttir
ráðuneytisstjóri, forsætisráðuneytinu

 

Stjórnarráđiđ

„Frábært samstarf við Jón og hans fólk sem gerðu glæsilega móttöku fyrir viðskiptavini okkar með sniðugum hugmyndum - mæli hiklaust með þeim."

Sonja Hlín Arnarsdóttir
verkefnastjóri Borgun

Borgun

„PROevents komu að skipulagningu og framkvæmd tveggja stærstu viðburða Já árið 2014, ráðstefnunni „Sko“ sem haldin var í Hörpu og árshátíðinni okkar.  Báðir viðburðirnir heppnuðust einstaklega vel og þjónusta PROevents var til fyrirmyndar.  Takk fyrir okkur!“

Sigríður Margrét Oddsdóttir
forstjóri JÁ

Já
„Við hjá Securitas fengum PROevents til að sjá um haustfagnaðinn fyrir okkur og báðum þau að hjálpa okkur að hugsa aðeins út fyrir kassann. Úr varð frábær dagur sem enn er talað um. Við getum eindregið mælt með PROevents og munum án efa nýta okkur þjónustu þeirra aftur."
 
Hlíf Böðvarsdóttir 
fræðslustjóri Securitas
Securitas

„Kærar þakkir fyrir afar gott samstarf og árangursríka þjálfun. Ragnheiður heyrir raddir allra, tengir ólík sjónarmið einkar vel og hefur sterkt innsæi. Hún er snögg að setja sig í spor annarra og kemur ávallt beint að kjarna málsins. Kallar fram það besta í fólki, nær fram hreinskiptum, traustum og lausnamiðuðum samskiptum sem færa árangur."

Brynjar Viggósson og Nanna Herborg Tómasdóttir
flutningasviði Eimskips

Eimskip

„PROevents stóðu alveg undir væntingum hvað snerti framkvæmd. Allt stóð eins og stafur á bók. Einnig eiga þau hrós skilið fyrir hugmyndavinnu og að mæta hverri áskorun sem upp kom í undirbúningi með hagnýtum lausnum og jákvæðu hugarfari.”

Sigríður Þrúður Stefánsdóttir,
mannauðsstjóri Marel á Íslandi.

„PROevents löðuðu fram það besta í okkar teymi. Fjölbreytt og sérsniðin dagskrá vinnudags Marel á Íslandi hitti svo sannarlega í mark. Við tókum með okkur frábært veganesti fyrir það sem framundan er."

Nótt Thorberg,
framkvæmdastjóri Marel á Íslandi

Marel - Nótt og Sigga Ţrúđur

„Við hjá Nýherja vorum afar ánægð með undirbúning og framkvæmd sumarveislu fyrir viðskiptavini. Fagmennska fram í fingurgóma.“

Finnur Oddsson
forstjóri Origo

Origo

„Kærar þakkir fyrir frábæran dag þann 13.maí og enn fremur fyrir allan undirbúninginn undanfarnar vikur og mánuði.  Samstarfið við ykkur gekk með eindæmum vel og við erum í skýjunum með afmælishátíðina og ferðaskrifstofupartýið sem bæði tókust frábærlega. Þið eruð snillingar og mikið fagfólk :)"

Árni Gunnarsson
framkvæmdastjóri Air Iceland Connect

Flugfélag Íslands

„Við viljum þakka kærlega fyrir frábæra ferð og framúrskarandi þjónustu. Allir eru í skýjunum yfir ferðinni og vonandi fáum við að hafa þig í bakhöndinni næst."

Starfsmannafélag ríkisskattstjóra

Starfsmannafélag ríkisskattstjóra

„PROevents sá um að skipuleggja og halda utan um árlega ferð stjórnenda í tengslum við vinnudag okkar. Við vorum mjög ánægð með samstarfið við Jón og þjónustuna í heildina. Ég get hiklaust mælt með því að fá PROevents til að sjá um ferðir og viðburði."

 

Anna Rós Ívarsdóttir
framkvæmdastjóri mannauðssviðs VÍS

VÍS

“Þetta var alveg frábært, svo skemmtilegt og passlegt og allir hæstánægðir. Allt 120% frá upphafi til enda hjá ykkur”

 

Ragnheiður Valdimarsdóttir

Mannauðsstjóri Vita og Iceland Travel

 

Iceland Travel

PROevents/PROcoaching skipulagði og framkvæmdi fyrir okkur fjórar vinnustofur þar sem lögð var áherslu á jákvæða leiðtogafærni og öflugari liðsheild. Hver vinnustofa hafði mismunandi áherslur útfrá þarfagreiningu sem unnin var í samráði við stjórnendahóp sviðsins, sem samanstóð af 33 stjórnendum frá fimm ólíkum deildum innan sviðsins. Þannig tryggðum við í sameiningu að bæði tíma og fjármagni væri sem best varið.

Niðurstaða af samstarfi okkar við PROevents/PROcoaching er að mínu mati skarpari fókus á þá þætti sem skipta máli í okkar starfsemi, bætt þekking stjórnenda og þéttari liðsheild. Geri menn betur!

Samstarf við Ragnheiði var til fyrirmyndar, 100% þjónusta á alla vegu !

Einkunnargjöf : 10

Viktor Ellertsson
Mannauðsráðgjafi - Landspítali háskólasjúkrahús

LSH  Landspítali Háskólasjúkrahús

“Það var almennt mikil ánægja með árshátíðina og þið hjá PROevents eigið hrós skilið fyrir frábæra vinnu og gott utanumhald”.

 

Árshátíðarnefnd Landsvirkjunar

Landsvirkjun